Örvitinn

Vantrú skúbbar, DV kóperar

Í morgun birti Vantrú pistil um presta sem vilja hækka laun biskups.

DV afritar fréttina en minnist ekki á Vantrú.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Erlendur - 13/03/10 15:02 #

Ótrúlegt, DV er búið að setja inn heimildina núna!

Kalli - 13/03/10 16:13 #

Mér finnst alltaf spes þegar getið er heimildar með því að gefa upp url en tengja ekki á það.

Ef þeir eru bara hræddir við að missa fólk út af sínum vef gætu þeir þá í það minnsta látið tengilinn opnast í nýjum glugga (þó mér finnist það oftast vera ósiður sem tilheyrir 20. öldinni).

Matti - 13/03/10 16:13 #

Jæja, þá er ég sáttur :-)

Matti - 13/03/10 16:15 #

Kalli, ég held það sé bara ekki gert ráð alvöru vísunum í kerfinu hjá þeim. Vísanir virka svo illa á prenti!

baldur mcqueen - 13/03/10 22:05 #

...þó mér finnist það oftast vera ósiður sem tilheyrir 20. öldinni

Ja, hérna. Ég læt alla mína tengla opnast í nýjum glugga - hélt ég væri tillitsamur!

Sjálfur þoli ég ekki tengla sem opnast í sama glugga, vill geta smellt á og opnað alla (áhugaverða) tengla meðan ég les - og skoðað þá svo á eftir.

Hvað ætli "normið" sé í þessu?

Matti - 13/03/10 23:02 #

Nútímamaðurinn smellir á linka með miðjutakkanum til að opna þá í nýjum flipa - eða heldur niðri ctrl takkanum og smellir ef enginn miðjutakki er til staðar.

baldur mcqueen - 13/03/10 23:56 #

Aaahhhh :-)

Takk fyrir þetta tip, Matti. Nútímavæddur mun ég nú hætta að láta tengla opnast í nýjum gluggum. Sparar tvo músasmelli við hvern tengil, sem er gott.

Matti - 14/03/10 12:26 #

Mikið er gott að gera góðverk :-)

Matti - 15/03/10 15:11 #

Fréttastofa Stöðvar2 og Bylgjunnar fjallaði um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar var hvorki minnst á Vantrú né DV.