Örvitinn

Atvinnubloggarar á Íslandi

Hverjir fá greitt fyrir að blogga hér á landi? Egill Helgason er atvinnumaður í birtingu lesendabréfa, fær hann ekki þrjúhundruð þúsund á mánuði fyrir það frá Eyjunni? Láru Hönnu er hampað á forsíðu Eyjunnar eins og Agli, fær hún eitthvað greitt? Ég geri ráð fyrir að Bubbi Morthens fái greitt frá Pressunni.

Sumir eru duglegir við að plögga vinnuna sína, t.d. Sölvi Tryggvason og Eiríkur Jónsson. Andrés Jónsson plöggar eitthvað fyrir sína kúnna.

Einhverjir hafa tekjur af auglýsingum, Icelandic weather report er með auglýsingar og söfnunarbauk á síðunni - auk þess sem Alda auglýsir þjónustu sína. Ég man ekki eftir bloggurum sem skrifa á íslensku og eru með auglýsingar.

Hverjir eru að græða peninga á því að blogga?

vefmál
Athugasemdir

Heiða B Heiðars - 14/03/10 16:08 #

Lára Hanna fær ekkert borgað fyrir að blogga Veit ekki með aðra

Jón Frímann - 14/03/10 16:22 #

Ég er ekki að græða neitt á því að blogga. Auglýsingar hafa aldrei borgað sig fyrir mig.

Salvör Gissurardóttir - 14/03/10 16:30 #

Ég geri ekki ráð fyrir að neinn af þessum fái borgað, fjölmiðlamennirnir nýta þetta vel í tengslum við vinnu sína, þeir fá aukna vikt við það. Þeir sem eru í viðskiptum hafa hag sinna viðskipta í huga um hvað þeir segja. Þeir sem eru á ákveðnum bloggmiðli t.d. moggablogginu núna gefa líka með því til kynna afstöðu sína.

Það er miklu gildari spurning að spyrja: Hvers vegna fær Lára Hanna ekki styrk til þess f að blogga beint af ríkisframlagi eins og ríkið styrkir flokkana um stórar fúlgur árlega til útgáfustarfa.

Hvers vegna gerum við ekki kröfu um að ríkið styrki óháða bloggfréttamennsku og fréttamiðlun og umræðuvettvang frekar en hér sé öll fjölmiðlun í tröllhöndum.

Það kostar nánast ekkert að halda út bloggmiðli í dag og það er skrumskæling á öllu sem ég tengi við frjálsa fjölmiðlun að helstu fjölmiðlar landsins séu í eigu fólks sem tengist verulega mikið útrásinni og hruninu og þeim eigna- og ættaröflum sem nú eru að reyna að sölsa undir sig Ísland og/eða tryggja hagsmuni sína

Jenný Anna - 14/03/10 16:41 #

Ekki króna hér heldur.

Þorfinnur - 14/03/10 16:51 #

Pressan borgar sumum sínum bloggurum. Veit ekki með aðra miðla.

Gummi - 14/03/10 17:05 #

Mjög áhugaverð umræða!!

kristín - 14/03/10 17:24 #

Salvör - Ef Lára Hanna fengi greitt frá ríkinu fyrir blogg sitt yrði hún umsvifalaust "háð."

Þar með yrði ekki unnt að skilgreina hana sem "óháðan bloggara."

Það liggur ljóst fyrir!

Eða ert þú að halda því fram að RÚV sé ekki hliðhollt hverri þeirri ríkisstjórn sem er við völd hverju sinni? Þú ert upplýstari en svo.

Andrés - 14/03/10 17:26 #

Fín umræða og þörf.

Ég þykist vita Egill sé á launum hjá Eyjunni. Einnig hef ég heyrt þetta með Bubba Morthens, og reyndar Ólaf Arnarsson sem skrifar líka á Pressuna. En ég veit ekki hvort það er rétt.

Til að fyrirbyggja misskilning þeirra sem sjá nafn mitt nafn í þessari færslu hjá Matta, en lesa ekki mitt blogg, er rétt að taka fram að ég sel ekki aðgang að plöggi í gegnum bloggið mitt.

Raunar halda margir að það vinni gegn atvinnumöguleikum manns að blogga, þó ég sé reyndar ekki sammála því.

Lengi vel var algengasta kommentið sem ég fékk þegar ég hitti kollega og ýmsaaðra slíka "þú verður nú að gæta þín aðeins með þetta blogg. Þessir sem þú ert að gagnrýna gætu verið potential viðskiptavinir."

Í seinni tíð hef ég reynt að hafa það ávallt mjög skýrt í bloggfærslum ef að ég hef einhverja hagsmuni sem tengjast umræðuefninu.

Það er mér sjálfum í hag. Kosturinn við netið er að það kemst alltaf upp ef menn eru e-ð tvöfaldir í roðinu.

Yfirleitt er ég að skrifa um áhugamál mín til margra ára, eins og pólitík, markaðsmál eða fjölmiðla.

Oft er þetta líka bara eitthvað persónulegt.

Eins og t.d. vinnan mín. En það er þá eiginlega aldrei hugsað í einhverjum plögg-tilgangi.

Vir - 14/03/10 17:29 #

Vil taka undir með Salvöru.

Lára Hanna er auðvitað ótrúlega skarpur bloggari. Hafandi fylgst með með henni lengi á bloggi, þá er gott að geta sagt. Ég treysti henni!

Árni Guðmundsson - 14/03/10 17:32 #

... síðan má ekki gleyma nafnlausum eða dulnefna kommentum frá "atvinnu komment-istum" sem ku mörgum hverjum verið haldið úti af "skrímsladeildum" stjórmálaflokkanna og eða annara hagsmunasamtaka og þiggja laun fyrir slíkt

einar guðjónsson - 14/03/10 17:34 #

Er nú einn af þeim sem treysti líka Salvöru og því sem hún skrifar, þó ég viti að hún er flokksbundin Framari. Salvör hefur reynst vera samkvæm sjálfri sér.

One - 14/03/10 17:43 #

Ég veit að kommentin mín á Eyjunni hafa þótt framúrskarandi góð og fengið margan úr heykvíslahjörð náhirðarinnar til að skipta um skoðun og sjá ljósið. Ef einhver tímdi að borga mér fyrir ómakið, tja það væri ekki verra.

Eiríkur Örn - 14/03/10 18:01 #

http://vest-1.blogspot.com/

Það opnast alltaf óþolandi popup-auglýsingar þegar ég fer inn á síðu þessa andkapítalíska hugsjónamanns.

Sigurður #1 - 14/03/10 18:26 #

One. Vááááá.....hvað þú ert hrikalega blindur.

Óli Gneisti - 14/03/10 18:48 #

Það væri náttúrulega réttast að þessar upplýsingar kæmu einhvers staðar fram hjá þeim sem fá borgað. Reyndar grunar mig að ákveðnir bloggarar vilji helst af öllu leyna því að þeir fá ekki borgað.

Einar Jón - 14/03/10 19:40 #

Egill hefur skrifað færslur þar sem hann talar um launamál sín. Mig minnir að hann hafi talað um 200.000 á mánuði fyrir að blogga, en ég finn enga færslu um það.

Matti - 14/03/10 22:15 #

Þrjú hundruð þúsund var bara einhver tala sem ég var með í kollinum.

Andrés, ég hefði kannski átt að vísa á hitt bloggið þitt - en þetta var ekkert illa meint.

Ég verð að játa að þegar ég sá í símanum að hér var komið fullt af kommentum fyrr í dag gerði ég ráð fyrir leiðindum - óskaplega er ég glaður að svo er ekki.

Eiríkur, ég held að Vésteinn viti ekkert af þessum auglýsingum - þetta hlýtur að fylgja einhverju drasli á blogginu hans - en mér hefur þótt þetta pirrandi.

Þess má geta að ég græði ekkert á því að blogga :-)

sigtryggur - 14/03/10 22:28 #

kristín: það er flestum ljóst að lára er ekki "óháð", hún er frekar fanatísk í stuðningi sínum við ríkisstjórnina.

Bjarni - 14/03/10 22:36 #

Hvad med kommentatorana sem virdast hafa allan tima i veroldinni til ad skrifa. Vidhalda mjog neikvaedum og oft hatursfullum arodri, en skrifa undir dulnefni. Eru their a launum?

Hugz - 14/03/10 23:38 #

Hvers vegna ætti Lára Hanna ekki að vera á launum ? Hún er mjög aktívur talsmaður VG og ætti að vera á launum hjá þeim eða einhverjum fjölmiðli tengdum þeim.

Vésteinn Valgarðsson - 14/03/10 23:41 #

Ég fær reyndar tvö sent fyrir hverja birtingu á þessum pop-up glugga. Nei, djók.

baldur mcqueen - 14/03/10 23:59 #

Spurning hvað þú gætir fengið á mánuði fyrir að hætta bloggi?

Veit um 1-2 ríkisstofnanir sem myndu styðja slíka viðleitni....

:-)

Fjári - 15/03/10 06:39 #

Ég fæ ekkert borgað fyrir að kommenta og er ekki flokksbundinn. Ég tel að stjórnmálaflokkar eins og þeir eru reknir á Íslandi í dag séu heftandi á frjálsa skoðanamyndun.

Ég skrifa undir dulnefni af mörgum ástæðum 1. Ég gæti sett hvaða eiginn nafn sem er en undir þessu dulnefni velkist enginn í vafa um að þetta er ekki mitt rétta nafn 2. Ég treysti ekki kunningja samfélaginu á Íslandi vegna þess að ég hef séð allt of mikið af það er til nóg af köllum "syndruminu" í gegnum vinnuna mína. 3. Ég tel að skoðanir sem fólk hefur á viðkomandi kommentum breytist ekkert við að sjá dulnefni. 4. Ég skrifa alltaf undir sama dulnefninu og læt það nægja. 5. Á meðan aðrir sanna ekki hverir þeir eru með þá tel ég ekki skipta máli hvaða nafn er við færsluna.

Matti - 15/03/10 07:47 #

  1. Á meðan aðrir sanna ekki hverir þeir eru með þá tel ég ekki skipta máli hvaða nafn er við færsluna.

En nú er t.d. algjörlega ljóst hver ég er.

Henrý Þór - 15/03/10 21:51 #

Ég er styrktur, og hef verið í rúmt ár. Aldrei verið leyndarmál.

Það er hinsvegar alltaf spurning hvort ég telst yfir höfuð bloggari. Ég reyndar kalla mig sjálfur skrípóbloggara.

Ég er hinsvegar gangandi dæmi um hvernig peningafólk getur reynt að hafa áhrif á efnistök bloggara. Það lætur þig í friði yfir 90% af tímanum. En þegar þú fjallar um málefni sem höggva nærri viðkomandi eða vinum hans, þá alltíeinu þarftu að rökstyðja, útskýra, og réttlæta. Þetta er gert í skjóli þess að viðkomandi beri ábyrgð á útgáfunni. Ef þú gerir síðan nóg af þessu -- skilur ekki fyrr en skellur í tönnum -- þá hverfur peningurinn.

Hreinn Loftsson hefur allt að því viðurkennt að hann hafi áhrif á ritstjórn DV með þessum sama hætti.

Peningaöflin strjúka þér þegar þú ert góður, og sparka í þig þegar þú ert vondur.

Verð þó að viðurkenna að ég bý ekki við þetta vandamál lengur, enda eru svona starfshættir sennilega algengara modus operandi meðal fyrrverandi pólitískra aðstoðarmanna í fjölmiðlaheiminum. :)