Örvitinn

Landslagsmyndir hjá Ferðafélagi Íslands

Við hjónin kíktum á myndakvöld hjá Ferðafélagi Íslands í gærkvöldi. Chris Lund og Haukur Snorrason sýndu landslagsmyndir. Chris sýndi meðal annars myndir úr ferðalagi við Langasjó og Haukur sýndi myndir sem hann hefur tekið úr lofti.

Þegar við mættum í Mörkina kom okkur á óvart hve mikið af bílum var á svæðinu, við fórum að velta því fyrir okkur hvort það væri eitthvað annað um að vera á sama tíma. Nei, allt þetta fólk reyndist mætt á þennan atburð, salurinn var troðfullur.

Kynningarnar voru áhugaverðar en salurinn hentaði ekkert alltof vel fyrir svona sýningar, a.m.k. ekki troðfullur af fólki, þar sem ég við þurftum bæði að beygja okkur til að sjá á tjaldið. Í hléi var boðið upp á kaffi og veitingar en greinilega hafði ekki verið gert ráð fyrir öllum þessum fjölda.

Meðalaldur gesta kom mér á óvart, greinilega töluvert af eldra fólki í Ferðafélaginu.

dagbók