Örvitinn

Kristilegar sumarbúðir og opinberir styrkir

Gurrí er gjörsamlega nóg boðið vegna þess að kristilegar sumarbúðir hér á landi fá tugmilljóna styrki til að reka trúboðsbúðir sínar (ég stend við þetta, í kristilegum sumarbúðum er stundað trúboð). Á sama tíma fá sumarbúðir sem reknar eru án teningar við trúarbögð nær enga styrki og þurfa að bera sig sjálfar. Ég tek undir með Gurrí, þetta er út í hött. Það er óþolandi hvað kristileg félög fá endlaust af peningum frá ríki og sveitarfélögum til að reka trúboðsstarf sitt.

Ég vil hvetja foreldra til að skoða það sem Sumarbúðirnar Ævintýraland hafa upp á að bjóða. Það er í raun út í hött að foreldrar séu í stórum stíl að senda börn sín í kristilegan heilaþvott á sumrin. Ég ætla að ræða við Kollu og Ingu Maríu hvort þær vilja fara í Ævintýraland í sumar.

vísanir
Athugasemdir

Siggi Óla - 20/03/10 22:37 #

Skil að Gurrý sé nóg boðið enda er þetta fáránlegt ástand. Sonur minn fór í Ævintýraland í fyrra og fá þær sumarbúðir hæstu einkunn hjá mér og stráknum líka. Hann ætlar aftur í ár og fær að ráða því, jafnvel þó að það sé helmingi lengra að keyra en í næstu kristilegur niðurgreiddu sumarbúðir.

Siggeir - 21/03/10 00:27 #

Burtséð frá öllu bullinu sem maður þurfti að hlusta á um Jesú, þá var nú helvíti gaman í Vatnaskógi!

En miðað við hvað það kostar að senda börn í sumarbúðir KFUM og K þá skil ég nú ekki að þeir þurfi alla þessa peninga frá ríkinu, og ég er algjörlega sammála því að það sé óþolandi að þeir sem reka sumarbúðir á Íslandi sitji ekki allir við sama ríkisspenann (eða allir við engan).

Sirrý - 21/03/10 01:55 #

Sumarbúðirnar ævintýraland fá sko topp einkunn frá mér. Tinna fór í fyrra og var svakalega ánægð með þær. Hana langar aftur í sumar.

hildigunnur - 22/03/10 09:18 #

ótrúlegur gaurinn sem mokar inn athugasemdum við bloggið hennar Gurríar.

Matti - 22/03/10 09:27 #

Æi, almannatengslavél kirkjunnar hefur verið sett í gang.