Örvitinn

Jónína og Gunnar

„Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.“ Matt 5:31-32

Það væri óheppilegt ef annað þeirra túlkaði Biblíuna bókstaflega.

Ýmislegt
Athugasemdir

Helgi Þór - 22/03/10 11:07 #

Já það er víst alveg óhætt að fullyrða það :)

Kristján Atli - 22/03/10 11:11 #

Matti, þú skilur ekki. Biblían er ekki meitluð í stein, það má túlka þetta allt saman á ýmsa vegu.

Nema Harry Potter. Hann er handbendi djöfulsins.

Matti - 22/03/10 11:14 #

Ef Orð Guðs fjallar með niðrandi hætti um einhverja synd, hefur þýðingarnefndin þá umboð til að "leiðrétta" Ritninguna? Geta þessir menn skrifað betra lögmál en Dottinn allsherjar? Hafa þessir menn vogarskálar sem vega hvað er synd og hvað er ekki synd í ljósi breytts tíðaranda? Er Biblían ekki heilög Ritning? #

Helgi Þór - 22/03/10 11:15 #

Með ólíkindum hvernig hann leyfir sér að horfa framhjá hinu "heilaga riti" þegar honum hentar en fordæmir svo samkynhneigða með tilvitnun í orð gvuðs.....

Kristinn Snær Agnarsson - 22/03/10 16:16 #

þetta er auðvitað ekkert annað en bráðfyndið.

fékk strax að heyra að þennan samruna Gunnars og Jónínu væri hægt að túlka sem svo: Holy Shit.

Brynjar - 22/03/10 17:19 #

Þau frestuðu víst veislunni en buðu syndinni í kaffi.