Örvitinn

Nektardans og brúnka

Æi, ég er ekki sannfærður um að þetta sé málið. En það er náttúrulega bara vegna þess að ég er klámhundur, karlremba og frjálslyndispostuli - eða eitthvað.

Aftur á móti finnst mér sjálfsagt að setja aldurstakmark á ljósabekkjanotkun. Það er bara vegna þess að ég er svo mikill forsjárhyggjukommi.

feminismi
Athugasemdir

atli - 23/03/10 22:06 #

Mér sýnist staðan í dag vera þannig að villtustu og blautustu draumar feminista og annarra forsjárhyggjukomma verði að veruleika.

Maður heyrir um einhverjar um öfgakenndar lagasetningar og pælingar í hinum forsjársinnuðu löndum Skandinavíu, sem eiga nú aldeilis að bjarga kvenkyninu frá eilífu misrétti og volæði.

Og hugsar með sér: "nei hættu nú alveg"

En viti menn, það er búinn að vera vinstri stjórn við völd í u.þ.b ár og þetta er í blússandi gangi.

Ótrúlegt hversu fáir þora að andmæla þessu rugli þó að þetta sé í andstöðu við almenna skynsemi og réttlætiskennd flestra, karla og kvenna.

Feministar og þeirra viðhlæjendur eru alveg ótrúlega öflugur og frekur þrýstihópur m.v stærð og fylgi.

Matti - 24/03/10 08:42 #

Við verðum samt að játa að í nektarbransanum hafa viðgengist hlutir sem eru afskaplega óæskilegir. Það er ekkert hægt að deila um tengsl nektardansstaða og mansals, jafnvel hér á landi.

Ásgeir - 24/03/10 09:06 #

Þó eru margir duglegir að neita því samt, Matti.

Mummi - 24/03/10 11:37 #

Ég nenni ekki einu sinni að gúggla til að athuga hvort þetta sé rétt hjá mér, en voru ekki nektardansstaðir þegar bannaðir og það var bara verið að banna undanþágur frá lögunum núna? (Heyrði ábyggilega í útvarpinu í gær að basically það eina sem breyttist núna væri að undanþága Kópavogslögreglunnar yrði numin úr gildi - en ég var að keyra og tala við dóttur mína, ég gæti auðveldlega hafa misskilið).

Matti - 24/03/10 11:47 #

Einkadans var bannaður, ekki nektardansstaðir. Held ég.

Baldvin - 24/03/10 13:10 #

Það hefur lengi verið bannað að gera út á nekt starfsmanna eða annarra viðstaddra. Í raun skil ég ekki á hvaða lagalegu forsendum nektardansstaðir hafa fengið að starfa. Fræg var nú umræðan á sínum tíma um listrænt gildi nektardans sem varð til þess að þessar stúlkur fengu atvinnuleyfi. Ætli það hafi verið það ákvæði sem hafi verið numið úr gildi núna?

Ég nenni ekki að lesa frumvarpið ...

Annars leiðist mér svona forræðishyggja óskaplega en skil þetta svosem í ljósi mansalsumræðunnar.

Arnar - 24/03/10 13:19 #

Ætli súlu-fimi verði bönnuð næst?