Örvitinn

Klám og ofbeldi

Að gefnu tilefni vísa ég aftur á gamla bloggfærslu Bjarna Rúnars, Klám og ofbeldi og skór.

Hversu oft heyrir maður þessi tvö orð saman í setningu? Mér finnst ég alltaf vera að heyra þau saman og ég kippi mér ekkert upp við að sjá þau hlið við hlið á prenti. Klám og ofbeldi.

Bendi einnig á pistil minn um nunnur og nektardansara.

feminismi klám vísanir
Athugasemdir

Ásgeir - 24/03/10 09:05 #

Sko, ég held að vandamálið liggi í því að þegar orðið klám er notað í setningum eins og þessum, þá er ekki verið að nota það eins og flestir skilja það.

Samkvæmt sumum felst ofbeldi í hugtakinu „klám“, annað heitir þá erótík. Það er bara ekki þannig sem flestir nota orðið.

Eva - 24/03/10 17:57 #

Í Mið-Austurlöndum er börnum refsað með því að slá þau með inniskóm (skósólinn er tákn niðurlægingar.) Hér er því komin enn ein ástæðan til að banna skó enda er barnaþrælkun og ofbeldi gegn börnum nátengt þeim og má ætla að hver sá sem gengur í skóm, styðji þar með slíka háttsemi.