Örvitinn

Um trúfrelsi og tjáningafrelsi

Ríkiskirkjuprestur sem við skulum ekkert nafngreina skrifar í athugasemd hjá Reyni á Facebook:

Þú mátt ekki rugla saman trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Það er tjáningarfrelsi að mega gagnrýna skoðanir annarra. Trúfrelsi er að hver og einn sé frjáls að því að tileinka sér einhverja trúarskoðun.

Linnulausar athugasemdir og "leiðréttingar" á trúarskoðunum fólks, þar sem jafnvel er reynt að gera lítið úr því, eru í rauninni ekkert annað en árás á sjálft trúfrelsið.

Trúfrelsi er virðing fyrir trúarskoðun annarra.

og í framhaldi:

Eins og ég benti á Matthías, þá er trúfrelsi virðing fyrir trúarskoðunum annarra. Á vantrú.is er fyrst og fremst leitast við að gera lítið úr trúarkenningum og þeim sem trúa. Ef þú ekki hefur áttað á því nú þegar þá þýðir lítið fyrir mig að benda þér á það.

Ég er óskaplega ósammála þessum blessaða presti. Ég virði rétt fólks til að tileinka sér hvaða trúarskoðun sem er, jafnvel þó mér þyki þær ógurlega vitlausar. Ég áskil mér aftur á móti rétt til að gagnrýna þær sömu trúarskoðanir, sérstaklega ef þær trúarskoðanir eru boðaðar með einhverjum hætti.

Þetta sjónarmið prestsins byggist á þeirri hugmynd að trúarskoðanir eigi að vera "stikkfrí. Við sjáum það best að okkur þykir sjónarmiðið ósköp kjánalegt ef við snúum því upp á stjórnmál. Fólk má vissulega aðhyllast hvaða stjórnmálakenningar sem er en það getur ekki ætlast til þess að aðrir gagnrýni ekki þær kenningar, geri jafnvel lítið úr kenningunum. Því miður, þannig virkar veröldin einfaldlega ekki og sumir klerkar þurfa einfaldlega að sætta sig við það.

Ef prestar vilja ekki að trúarskoðanir þeirra séu gagnrýndar er einfaldlasta leiðin að halda þeim trúarskoðunum bara fyrir sig. En þá væru þeir í vitlausu djobbi.

efahyggja
Athugasemdir

Kalli - 25/03/10 23:08 #

Meinarðu ekki röngu djobbi? Þetta er vitlaust djobb hvort eð er ;)

Matti - 25/03/10 23:57 #

Ég sagði vitlaust viljandi :-)

Presturinnn heldur áfram:

Ég virði a.m.k. hugmyndina um trúfrelsið, Reynir, sem óhikað má segja að sé einn af hornsteinum vestræns lýðræðis og samfélags.

Vantrú er hins vegar félagsskapur sem lítur á trú sem "bull", "rugl" og "þvætting" og þar á bæ hljóta menn að spyrja sig að því hvers vegna eigi að bera virðingu fyrir ákvæði stjórnarskrár sem verndar það eitt sem er tómur þvættingur í þeirra huga.

Þú kannski svarar þeirri spurningu: hvers vegna eigi að vernda trúfrelsi þegar trúin er augljóslega ekkert nema þvættingur?

Í fyrstu hafði ég nokkuð gaman af Vantrú, og fannst margt í gagnrýninni áhugavert og á stundum réttmætt.

Með tímanum er ég hins vegar farinn að átta mig betur á, að Vantrú er félagsskapur sem í rauninni er varhugaverður þar sem hann í grundvelli hans er að finna vanvirðingu gagnvart frelsi mannsins. Vantrú byggir m.ö.o á alræðishugmyndum um heiminn og hugsunina.

Þeir sem eru trúaðir á annan hátt en vantrúarmenn (því auðvitað kemur trú líka við sögu í heimsmynd Vantrúar) hafa ánetjast bulli, rugli og þvættingi sem ber að uppræta og þá helst með þeim vopnum, sem best bíta, sem eru háð og spott eins og þú bendir sjálfur á.

Framtíðarlandið hlýtur því að byggjast á því, að allri trú verði útrýmt og verði einhver svo vitlaus að láta sér detta í hug að fara með bænastagl eða biblíuvers þá um leið verður hann læknaður af öllum hinum "heilbrigðu" í samfélaginu með smá gríni. Á þennan hátt verður hinn nýi grundvöllur siðferðisins svo lagður.

Mér finnst þessi náungi vera fábjáni en ekki hafa það eftir mér.

Kalli - 26/03/10 15:27 #

Come to think of it, þá virðist þessi maður á þeirri skoðun að tjáningarfrelsi og trúfrelsi stangist á.

Fyrir utan það að markmið allra stjórnmálaflokka er væntanlega að útrýma öllum skoðunum nema eigin.

Þetta er auðvitað bölvuð vitleysa.