Örvitinn

Hægri hrunflokkalógík

Þetta er tímalaus snilld. Skapti Harðarson er einhver besti brandari sem búinn hefur verið til um heimska hægrimenn í mörg ár.

Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn í sautján ár, 1991–2008, áður en hrunið varð. Það er því ósanngjarnt að kalla hann hrunflokk. Hrunið hefði átt að verða miklu fyrr, ef flokkurinn væri sérstakur hrunflokkur. #

vísanir
Athugasemdir

Henrý Þór - 29/03/10 18:36 #

Ég myndi nú ekki gera honum svona hátt undir höfði að eigna honum þessa vitleysu. Hún tilheyrir Staksteina skrifara dagsins í dag:

„Málflutningur Jóhönnu er af allra ódýrasta tagi. Ef menn færu engu að síður að víkja að honum orði mætti benda á að öll rök hníga að því að ef einhver flokkur er hrunflokkur, þá er það Samfylkingin. Framsóknarflokkurinn var ekki í ríkisstjórn þegar bankarnir hrundu og Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn í sautján ár. Samfylkingin hafði á hinn bóginn aðeins einu sinni sest í ríkisstjórn og rúmu ári síðar varð hrun í efnahagslífinu.“

Það er voðalega vinsælt á Eyjunni að vera með bloggara sem endurskrifa eða birta hugrenningar annarra.

Henrý Þór - 29/03/10 18:49 #

Svo held ég áfram að vitna í Staksteinana: „Hrunflokksnafnbót Samfylkingarinnar gæti einnig stuðst af ítrekaðri og ákafri baráttu forystumanna flokksins í þágu tiltekinna auðmanna og auðhringa. Sú barátta hafði þau áhrif að auðvelda þessum auðmönnum að ná sínu fram árin fyrir hrun. Jóhanna heldur að ábyrgð Samfylkingarinnar gleymist ef hún kastar nógu miklum skít í samstarfsflokkinn og aðra flokka. Það er mikill miskilningur.“

Ef þú svo berð þessa Staksteina við bloggpistil Skapta, þá er nú heldur lítið - ef þá eitthvað - eftir af bloggaranum.

Davíð R. Gunnarsson - 30/03/10 13:47 #

Ekki gera lítið úr Skapta, stundum endurskrifar hann líka pistla frá Hannesi Hólmsteini og Andríki. Hann er svona dálítið eins og StebbiFr með þröngari fókus.

Mummi - 30/03/10 17:57 #

Það er dásamlegt að lesa athugasemdahalann hjá Skapta. Flestir eru sammála; þarna er nýjum lægðum náð í röksemdafærslu.

Svo koma helreyktir sveppir þarna inn á milli: Ah! Hann hitti greinilega á veikan punkt! Þið ráðist á persónu hans og verðið svo reið!

Dásamlegt.