Örvitinn

Fyrirlestur um sértrúarsöfnuði

Baráttan um hugi okkar

Sænski sálfræðingurinn Håkan Järvå heldur opinn fyrirlestur (á ensku) [í dag] í Háskóla Íslands, stofu 102 í Lögbergi, kl. 13-14, undir yfirskriftinni "Baráttan um hugi okkar" á vegum Vantrúar, Siðmenntar og Sálfræðiskorar HÍ. Hann starfar hjá ICSA(International Cultic Studies Association] sem eru samtök sem aðstoða fórnarlömb sérstrúarsafnaða og upplýsa almenning um starfsemi ýmissa sértrúarsöfnuða.

Håkan fjallar í fyrirlestri sínum um hvernig má hafa áhrif á fólk og ráðskast með það, bæði almennt og sérstaklega í sambandi við trúarsöfnuði, og vitnar þá í rannsóknir þar að lútandi. Þ.e.a.s. hversu einfalt það getur verið að fá manneskju til að beygja sig undir alræðisvald og bókstafstrú til að halda henni í söfnuðinum. Hann ræðir líka hvernig skýra má trú út frá þróunarkenningu Darwins.

efahyggja