Örvitinn

Boltaglápið í Borgarnesi

Um páskana komst ég að því að besti staðurinn til að glápa á enska boltann í Borgarnesi er hjá Olís. Þar er ágæt aðstaða á efri hæðinni og hamborgararnir bara nokkuð góðir, mun betri en hjá samkeppnisaðilum hinum megin við þjóðveginn. Fiskurinn var aftur á móti ekkert sérstakur.

Hingað til hef ég oftast glápt á boltann hjá Skeljungi en þar er vont að vera þegar sólin skýn, einu sinni á Dússabar og einu sinni á Vinakaffi. Málið er að Vinakaffi er aldrei opið, annars var flottasta aðstaðan þar og ég hef tvisvar mætt á Dússabar til að glápa á leik en ekki haft erindi sem erfiði, það var lokað. Einu sinni horfði ég á leik í Baulu en sjónvarpið er frekar lítið og maturinn ekki spennandi.

Þannig að Olís í Borgarnesi er málið þegar ég þarf að glápa á leiki með Liverpool þegar við erum í bústað

boltinn
Athugasemdir

Kristinn - 05/04/10 18:42 #

Í næsta lífi ætla ég að prófa að vera svona gaur sem æðir til næsta byggðarlags, þegar hann er í sumarbústað, til að horfa á leikinn.

Myndirðu segja að það sé karmnísk refsing eða umbun að hafa þessa hvöt? Ég er að velta því fyrir mér hvort ég þurfi að hegða mér vel eða illa í þessu lífi, til að þessi lífsstíll veljist fyrir mig í næstu tilveru...

:-P

Matti - 05/04/10 18:45 #

Ég myndi a.m.k. ekki hika við að segja að þetta sé klikkun :-)

Á móti kemur að ég er ekki nema korter að keyra í Borgarnes, get verslað í leiðinni og hef gott af því að fá tveggja tíma frí frá fjölskyldunni af og til (ekki segja konunni að ég hafi sagt þetta).

Matti - 05/04/10 19:59 #

Öðrum finnst gaurinn sem fer í þriggja klukkustunda bíltúr til að taka myndir af norðurljósum alveg jafn undarlegur :-)

Kristinn - 05/04/10 20:30 #

Kannast betur við það ;-)

Siggi Óla - 05/04/10 22:50 #

Hummmm, um páskana var ég gaurinn sem flaug til annars lands í fjögurra daga ferðalag, bara til að horfa á einn fótboltaleik og bæðevei, þá tapaði liðið mitt í þokkabót :( Já mörg er klikkunin... en déskoti var þetta samt gaman.

Matti - 06/04/10 14:25 #

Bömmer :-)

Ég hef bara farið í eina fótboltaferð, sá þá mína menn vinna eitthvað lið á Old Trafford. Það var óskaplega skemmtilegt.

Siggi Óla - 07/04/10 22:29 #

Hehe já ég get trúað að það hafi ekki verið leiðinlegt Matti að vinna þetta lið á Trafford!

Af öllum leikjum tímabilsins í öllum keppnum eru nú fáir sem maður horfir á með meiri spennu og eftirvæntingu en grannaslagir ManU og Liverpool, nánast óháð mikilvægi leikjanna :)