Örvitinn

Hótel Hamar er með ágætt eldhús

Sú hefð hefur myndast að fjölskyldan borðar á Hótel Hamar á laugardeginum um páskana.

Í þetta skipti fékk ég mér Hvítlauksristaða humarhala (2,250.-) í forrrétt og nautafille með bourgogne sósu og sætri kartöflu (5,200.-) í aðalrrétt. Nýbökuð súkkulaði kaka með vanillu ís 1,400.- var pöntuð í desert.

Maturinn var afskaplega góður, nautafille hefði samt mátt vera örlítið minna eldað.

Eini gallinn er að maturinn er í dýrara lagi, verðlag eflaust miðað við erlenda ferðamenn.

veitingahús
Athugasemdir

eir - 05/04/10 22:39 #

8.850 krónur fyrir eina máltíð! Hvað fengu börnin og konan?

Matti - 05/04/10 23:07 #

Það vill svo heppilega til að þær hafa ódýrari smekk en ég. Annars kostar ein þrírétta máltíð yfirleitt dálítinn pening á betri veitingastöðum.