Örvitinn

Eilífðargrænsápuspurningin

Hvað fáum við þegar maður með drauma um að verða ríkiskirkjuprestur svarar eilífðarspurningunni Var Jesús sonur Gvuðs í morgunútvarpi Rásar 2? Jú, við fáum ríkiskirkjugrænsápu. Mér þótti þetta frekar pínlegt en um leið afskaplega kunnuglegt, svona hljóma ríkiskirkjuprestar þegar þeir eru ekki að tala við börn eða prédika í kirkjunni sinni. Skyndilega hætta þeir að kannast við nokkuð af því sem kirkjan boðar.

Svarið við spurningu dagsins er einfalt: Nei.

Ég mæli frekar með grein dagsins á Vantrú.

Jesús
Athugasemdir

Matti - 06/04/10 14:24 #

Góður maður benti mér á að Davíð Þór minntist á ættartölu Jesús í Mattheusarguðspjalli og taldi hana til merkis um það að Jesús væri að sjálfsögðu sonur Jósefs en ekki Gvuðs.

Davíð Þór gleymdi alveg að minnast á næsta vers sem er svona:

Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda.

Þetta er einmitt það sem við köllum grænsápuguðfræði, menn lesa það sem hentar en sleppa einfaldlega því sem stangast á við þá túlkun sem þeir vilja boða.

Isak Harðarson - 18/07/10 07:02 #

Þið afsakið en ég nennti ekki að setja mig almennilega inn í "grænsápu"löðrið og ekki heldur ínn í greinina á vantrú, enda virðist þetta strax í upphafi vera ekkert annað en kattarþvottur manna sem eru sælir í sinni vantrú og hafa tekið afstöðu fyrirfram...

Þegar ég les biblíuna blasir við mér stórbrotinn, óviðjafnanlegur og eilífur boðskapur kærleikans. Aðrir lesa hana kannski með miklum sjóntruflunum.

Isak Harðarson - 18/07/10 07:08 #

Mig langar að bæta við, að því afli sem skapaði óendanlegan alheiminn úr engu með "bigbang" eða "verði ljós", og kom þannig af stað því undri að við ERUM TIL en ekki ekki til - því afli er ekki skotaskuld að snara fram eins og einni meyfæðingu og einum eilífum mannkynsfrelsara - eða hvað?

Opnið augun. "Ef þríhyrningar gætu hugsað myndi Guð birtast þeim sem hinn fullkomni Þríhyrningur".