Örvitinn

Messi og Xavi

Barcelona slátraði Arsenal í gærkvöldi og athygli fjölmiðla og sparkunnenda beinist að sjálfsögðu að Lionel Messi sem skoraði öll fjögur mörk Barcelona í leiknum. Maðurinn er snillingur, besti knattspyrnumaður veraldar í dag - það þarf ekkert að deila um það. Hann getur allt og virðist ekkert hafa fyrir því. Þetta var fjórða þrenna hans á árinu.

Það má ekki gleyma öðrum leikmönnum Barcelona, þetta lið gengur ekki bara út á Messi. Xavi Hernández er ótrúlegur leikmaður. Ég sá einhversstaðar tölfræði þar sem fram kom að hann hefði átt 95 sendingar á samherja í leiknum í gær.

Sjáið t.d. þessa sendingu. Svona gera bara snillingar í fótbolta.

Hér er annað myndband með Xavi.

Og þetta lið gengur ekki heldur bara út á Xavi og Messi heldur eru fleiri snillingar í því. Iniesta sem kom inn á sem varamaður í gær er enginn aukvisi, eflaust alveg jafn góður og Xavi.

En Messi er náttúrulega ótrúlegur.

boltinn
Athugasemdir

Davíð - 08/04/10 03:55 #

Úss, Arsenal voru bara óheppnir, ef þeir hefðu verið heppnir hefði Messi verið meiddur!!

Það er ekki hægt að stoppa þennan mann, ekki séns. Arsenal spilaði ágætlega í leiknum, en áttu ekki séns bara út af honum. Það hefði samt verið gaman að spila þarna með Cesc, Persie, Arse-shavin og Gallas.......

Come on you Gunners!

Freyr - 08/04/10 13:58 #

Nú er ég ekki sérstaklega fróður um fótbolta, en af hverju er fyrsta markið ekki rangstaða?

Matti - 08/04/10 14:00 #

Mark Arsenal eða fyrsta mark Messi?

Í marki Arsenal er Walcott réttstæður þegar boltinn er gefinn innfyrir. Þegar hann sendir svo á Bendtner er hann fyrir aftan Walcott og því réttstæður.

Í fyrsta marki Messi er leikmaður Barcelona langt fyrir innan en telst ekki hafa áhrif á leikinn. Mér sýnist hann ekki blokkera útsýni markvarðar en skal ekki fullyrða um það. Leikmenn teljast í dag ekki rangstæðir fyrr en þeir snerta boltann eða ef þeir hafa -önnur bein áhrif á leikinn.

Ásgeir - 08/04/10 18:12 #

Ég er ekki sammála Davíð.

Segjum að Messi hefði verið meiddur en ekki Ibrahimović. Við vitum ekkert hvernig leikurinn hefði þróazt þá, kannski hefði hann skorað fjögur mörk, kannski hefðu aðrir í Barcelona skorað.

Pointið mitt er að lið eins og Barcelona hefði alltaf haft frábæran leikmann í þessari stöðu, og jafnvel þó að hann hefði ekki skorað fjögur mörk eins og Messi, þá eru allar líkur á því að liðið sem held hefði ekki staðið sig mun verr.

-DJ- - 09/04/10 17:07 #

En þú gleymir því alveg Ásgeir að Arsenal var í besta falli með A- lið, ég myndi sjálfur segja B+ lið.

Fabregas, van Persie, Gallas, Arshavin og Song eru hálft lið.

Að auki er Sylvestre mestmegnis í því að hjálpa andstæðingum, en Campbell getur bara ekki spilað alla leiki.