Örvitinn

Ríkiskirkjan og dagblöðin

Morgunblaðið hefur alltaf verið málgagn ríkiskirkjunnar. Síðast þegar ég leit í helgarblað Morgunblaðsins sá ég að biskupinn er farinn að skrifa reglulega pistla eins og faðir hans gerði út yfir gröf og dauða.

Prestsonurinn sem ritstýrir Fréttablaðinu hefur alltaf verið stuðningsmaður ríkiskirkjunnar.

Ríkiskirkjuprestur á lítinn hlut í DV og situr í stjórn blaðsins.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort það hafi eitthvað að segja. DV hefur hingað til þorað að gagnrýna ríkiskirkjuna, vonandi breytist það ekki. Morgunblaðið mun halda áfram að þagga niður allt sem er neikvætt fyrir kirkjuna og Fréttablaðið verður sennilega útibú biskupsstofu innan skamms. Ætli prestsonurinn reyni að fara aftur í samstarf við trú.is?

Þess má geta að frá og með morgundeginum mun ég fá Morgunblaðið ókeypis heim í mánuð. Ég mun lesa blaðið vandlega á næstunni.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Matti - 08/04/10 17:03 #

Þegar 24 Stundir fóru í samstarf við trú.is á sínum tíma og birtu greinar þaðan vikulega sendi ég prestsyninum og þáverandi ritstjóra blaðsins tölvupóst og bauð honum samstarf við Vantrú. Hann svaraði aldrei tölvupóstinum.

Arnold - 08/04/10 22:05 #

Ég fékk Moggann frítt í síðasta mánuði. Ég gerðist ekki áskrifandi eftir þá kynningu. Sakan þó menningar efnisins og svo er alltaf gaman að sjá RAXa þegar hann er í stuði. Stíllinn í blaðinu á köflum er orðinn í anda verstu bloggsíða og þá er ég ekki að tala um innsendar greinar. Ekki rismikil blaðamennska að mínum dómi. Og svo sjáum við reglilega presta gráta á síðum blaðsins. Heimur versnandi fer vegna þess að fólk trúir ekki lengur Jesú og nennir ekki að hlusta á sjálfskipaða umboðsmenn hans.

Tryggvi - 09/04/10 00:04 #

nyju bodordin eru: ekki gera eins og eg geri, gerdu eins og eg segi. endurtakist 10 sinnum

Matti - 09/04/10 15:09 #

„Það hefur oft verið rætt um mikilvægi þess að bjóða safnaðarheimilin fram sem opinn vettvang samtals um siðferði og samfélag, hér gefst tækifæri til þess ,og að stuðla að samræðu um þessa atburði á öruggum vettvangi. Ýmsir kvíða skýrslunni og gætu viljað koma til kirkju til að tjá sorg sína og gera bæn sína í helgidóminum. Við skulum bjóða upp
á slíkt og auglýsa viðveru prests og/eða djákna þar til bænar og
sálgæslu.“

Jahá!

Arnar - 09/04/10 15:13 #

Allar þessar væntanlegu bænir eiga svo aldeilis eftir að redda okkur út úr kreppunni!

ps: broskall..

Steindór J. Erlingsson - 09/04/10 15:42 #

Í athugasemd við frétt um tilmæli biskups á Eyjan.is segir Grafavogsbúi nokkur:

Í þessu sambandi er rétt að minna á að útibú Þjóðkirkjunnar í Grafarvogi þáði tugir milljóna frá útrásarvíkingum til þess að kaupa orgel. Úr Morgunblaðinu 12. mars, 2008: „Nýtt orgel var ekki alveg á dagskrá,“ segir séra Vigfús Þór Árnason, sem hefur verið prestur í Grafarvogskirkju frá upphafi. Hann segir að þó söfnuðurinn sé stór og safnaðarmeðlimir um 20.000 séu um 8.000 börn í sókninni og þau borgi að sjálfsögðu engin gjöld [hvað með sóknargjöldin]. Alltaf sé nóg að borga, en presturinn bætir samt við að eftir að miklir velunnarar kirkjunnar hafi gefið stórar gjafir til orgelkaupa og þannig gefið tóninn hafi ekki verið aftur snúið. Þessir gefendur eru Jóhannes Jónsson fyrir hönd Bónuss, Björgólfur Guðmundsson fyrir hönd Landsbankans, Finnur Ingólfsson fyrir hönd Vátryggingafélags Íslands og hjónin Finnur og Kristín Vigfúsdóttir, en hver gefandi gaf 10 milljónir króna eða samtals 40 milljónir. Pípuorgelið kostar rúmlega 70 milljónir, en Eimskipafélagið flytur orgelið til Íslands kirkjunni að kostnaðarlausu.