Örvitinn

Sýrustig líkamans - kjaftæðisvaktin

Kjaftæðisvakt Vantrúar fjallar um glórulausar kenningar "Dr." Robert Young sem heldur fyrirlestur hér á landi um helgina.

Innerlight supergreens - Kraftaverkalyf?

Okkur í Vantrú langar að benda á nánari upplýsingar um vörur "Dr" Young og "vísindin" á bak við þær. Því við getum ómögulega fundið svo mikið sem eina rannsókn, framkvæmda af virtri, óháðri stofnun eða háskóla, sem sýnir fram á virkni vörunnar. Þvert á móti virðist grunnhugmyndin algerlega út í hött. Þ.e. að manneskja geti haft áhrif á ph gildi líkamans með því að láta eitthvað ofan í magann á sér (hvað lærðum við í grunnskóla um innihald magans?).

efahyggja vísanir
Athugasemdir

María - 09/04/10 10:25 #

39 þúsund kall!! Þvílík bilun.

Davíð - 09/04/10 15:08 #

Sýrustig skiptir reyndar máli, en ég hef aldrei heyrt að það væri hægt að stjórna því með neinu svona....

Það er talið að sýrustig hafi áhrif á gigt og t.d. gallsteinamyndun, og liðleika, en hingað til hefur ekkert verið hægt að gera í því nema að sleppa ákveðnum mat. Til þess þarf ekki að taka neinar töflur, heldur bara hugsa smá.

Erna Magnusdottir - 09/04/10 17:41 #

Sýrustig skiptir máli, þess vegna hélt ég að líkaminn hefði hárnákvæma stjórn á því... og að þess vegna breyttist það ekki svo mikið með utanaðkomandi þáttum...

Matti - 09/04/10 20:35 #

Eins og þið sjáið á greininni þá er það einmitt það sem við gagnrýnum.