Örvitinn

Rannsóknarnefnd: "kristnir eru 88% þjóðarinnar"

Þá sýna tölur Hagstofunnar að kristnir eru 88% þjóðarinnar, um 79% tilheyra þjóðkirkjunni og 9% öðrum kristnum söfnuðum.22

(Skýrsla rannsóknarnefndar, áttunda bindi - Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008, bls. 284. Höfundar: Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal, Kristín Ástgeirsdóttir)

Nei, tölur Hagstofunnar sýna ekki að kristnir séu 88% þjóðarinnar, þær sýna einungis í hvaða trúfélag fólk er skráð. Það er ekki samansemmerki á milli þess að vera skráður í kristið trúfélag og þess að vera kristinn enda íslendingar skráðir sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu. Sjá t.d. greinina Meirihlutagoðsögnin.

Auðvitað er þetta algjör tittlingaskítur en þetta pirrar mig samt :-)

kristni
Athugasemdir

Svavar Kjarrval - 12/04/10 12:35 #

Sem betur fer koma þeir með fyrirvara um skráningu í trúfélag móður. En já, ég er sammála því að þetta hefði mátt orða öðruvísi í skýrslunni.

Matti - 12/04/10 12:45 #

Já, rétt að hafa hann með.

22. Rétt er að taka með fyrirvara tölum um skráningu í trúfélög þar sem öll börn eru sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Vegna sögunnar eru þ.a.l. langflest börn skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu.

En þau hefðu mátt taka mark á eigin fyrirvara og endurorða þessa fullyrðingu.

Arnar - 12/04/10 14:09 #

Sé ekki alveg hvernig þetta kom innihaldi skýrslunar við.

Nema náttúrulega þegar biskup, prestar og aðrir svipað þennkjandi fara að kenna trúleysi um. Þá getur verið henntugt að draga það fram að samkvæmt þjóðskrá eru örugglega allir þeir sem nefndir eru sem 'gerendur' í rannsóknarskýrslunni skráðir í trúfélag. Tölfræðilega ætti hlutfallið að vera 79% í það minnstað.

Matti - 12/04/10 14:10 #

Þetta á að sýna að þjóðin sé einsleit og lítið pláss fyrir skoðanir sem ganga þvert á það sem meirihlutinn telur - sem er svosem satt.

Björn ómarsson - 12/04/10 22:16 #

Er ekki rétt að benda á það sem vel er gert líka: í starfshópnum um siðferði eru 3 sérfræðingar.

Enginn prestur.

Matti - 13/04/10 07:49 #

Vissulega, en Salvör Nordal gegnir nú svipuðu hlutverki!

Fyrir nokkrum árum skrifaði hún skelfilega grein um boðun trúar í skólum. Ég hef haft lítið álit á henni síðan.

Sigurður E. Vilhelmsson - 13/04/10 09:16 #

Með rökum þjóðkirkjunnar hlýtur að mega benda á að þar sem 90% þjóðarinnar sé kristin, þar á meðal helstu útrásargosarnir, sem m.a. dældu peningum í orgelsjóði og annað bruðl, hljóti hrunið að vera kristninni að kenna.

Við hljótum að skoða það í fullri alvöru, í kjölfar þessarar niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar, að leggja niður þjóðkirkjuna og reyna að draga úr áhrifum kristni í landinu :-)

Matti - 13/04/10 09:23 #

Þetta er ágætur punktur. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þversögn ríkiskirkjufólks sem heldur því annars vegar fram að íslendingar séu kristnir upp til hópa og hins vegar að allt slæmt megi rekja til þess að hér hafi orðið siðrof.