Áherslumunur blaðanna
Þó umfjallanir Morgunblaðsins og Fréttablaðsins virðist nokkuð vandaðar (ég hef ekki tíma til að lesa þetta ítarlega) er greinilegur áherslumunur hjá blöðunum sem kemur best fram í leiðara. Morgunblaðið segir okkur á forsíðu að ábyrgðin sé bankanna meðan Fréttablaðið leggur áherslu á að enginn hafi gengist við ábyrgð en ábyrgðin sé stjórnsýslunnar. Leiðarar eru svo skrifaðir út frá þessum sjónarmiðum.
Bæði blöð nefna þó sína menn, svo því sé haldið til haga.