Örvitinn

Óþolandi ríkiskirkja

Ríkiskirkjan lítur á kreppuna sem sóknarfæri og auglýsir grimmt. Nú á að trekkja í kirkjur og reiðin er beisluð í markaðssetningu.

Árni Svanur, ríkiskirkjubloggari* er brjálaður.

Mér þykir óþolandi að ríkiskirkjufólk láti eins og það hafi ekkert með góðærið að gera. Hvenær verður lagt á borðið hve mikið ríkiskirkjan fékk í styrki frá útrásarvíkingum á síðustu árum? (sjá t.d. Hræsni biskups

Mér þykir óþolandi að hér sé fólki mismunað út frá lífsskoðunum, trúað fólk (sérstaklega það sem er í ríkiskirkjunni) fær milljarða á ári frá ríkinu - hinir fá ekki neitt.

Við viljum allt upp á borðið, ekki satt? Annað væri óþolandi.

*Árni Svanur er vefstjóri ríkiskirkjunnar og plöggar ríkiskirkjunni á nokkrum bloggum, ég tók það saman í nóvember síðastliðnum.

kristni
Athugasemdir

Arnar - 16/04/10 11:32 #

"Ég er brjáluð yfir því að búið sé að ræna venjulegt fólk sem var í góðri trú á þessu landi"

Segir einn presturinn.. einhvern vegin held ég að hún hafi ekki verið að hugsa það sama og mér datt í hug þegar ég sá þetta myndband.