Örvitinn

"Svikráð", stjórnvöld ábyrgjast Icesave

Margir eru að fríka út* vegna þess að stjórnvöld ábyrgjast Icesave greiðslur. Er fólk alveg búið að gleyma orðum forsetans þegar hann vísaði Icesave lögum til þjóðaratkvæðis. Þetta mál snýst ekkert um það hvort við borgum Icesave - það er löngu ljóst að við gerum það. Málið snýst um það hvernig við borgum.

Það eru engin svikráð og ekki verið að fela neitt. Hugmyndir um slíkt eru einungis sjálfsblekking þeirra sem hafa reynt að telja sjálfum sér trú um að við sleppum við að borga og að kosningar um málið hafi snúist um það.

*Jón Steinar talar t.d. um svikráð í skjóli hamfara og Hrannar Baldursson er á sömu línu.

pólitík
Athugasemdir

ArnarG - 19/04/10 13:12 #

Veistu Matti, gríðarlega stór hluti fólks sem ég þekki hélt í alvöru að það væri að kjósa Icesave í burtu í kosningunum 6.mars. "Ég ætla sko ekkert að borga þetta, við eigum ekki að þurfa þess. Því segi é segi NEI!".

Þetta er einmitt vandinn, fólk er svo vitlaust, bara afsakaðu ef ég móðga einhvern.

hildigunnur - 19/04/10 22:53 #

ArnarG - já því miður er ég ansi hrædd um að það takmarkist ekki við 5 prósentin hans Þráins :/