Örvitinn

Spádómur

Almannatengslafólk ríkiskirkjunnar er nú á fullu og síðar í dag munu birtast fréttir af ríkiskirkjuprestum sem eru að aðstoða fólk undir Eyjafjöllum. Þetta verða viðbrögðin við fréttum af sálfræðingum sem aðstoða fólk á svæðinu.

Ýmislegt
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 20/04/10 10:08 #

Ekki gefa þeim svona hugmyndir! :P

Hjalti Rúnar Ómarsson - 20/04/10 13:57 #

Spádómur þinn virðist vera byrjaður að rætast!

Matti - 20/04/10 14:02 #

Hehe, dálítið fyrirsjáanlegt.

Af hverju er ríkiskirkjan ekki búinn að skipuleggja bænadaga þar sem beðið er fyrir því að það hætti að gjósa. Þær bænir munu rætast að lokum.

Óskaplegur léttir er að vita af því að ríkiskirkjan er komin í málið.

Matti - 21/04/10 08:02 #

"Ég hef mælst til þess að beðið verði sérstaklega fyrir þessu fólki [sem glímir við afleiðingar eldgossins og öskufallsins] og aðstæðum í guðsþjónustum kirkjunnar" - Karl Sigurbjörnsson í Fréttablaðinu í dag.

Tvö atriði:

  • Úff, ég er fær spámaður
  • Sjúkket, kirkjan er að vinna í málinu!