Örvitinn

Fyrirhuguð kyrrsetning á eigum

Hvaða vitleysa er það að auglýsa fyrirhugaðar kyrrsetningar á eigum tiltekinna manna? Eru slíkar tilkynningar ekki til þess fallnar að gefa mönnum tækifæri til að koma þeim eigum í skjól áður en þær verða kyrrsettar?

Hvað næst, tilkynningar í fjölmiðlum um að leitað verði að fíkniefnum hjá nafngreindu fólki? Tilkynningar í útvarpi um hvar lögreglan verði á ferðinni þann daginn? Smáskilaboð frá tollinum til þeirra ferðamanna sem leitað verður hjá við heimkomu!

kvabb
Athugasemdir

Svavar Kjarrval - 22/04/10 14:02 #

Þetta er einnig tækifæri fyrir fólk til að reyna að leysa málið svo hægt sé að koma í veg fyrir óþarfa kyrrsetningar. Ef einhver skýtur undan eigunum er væntanlega hægt að krefjast gjaldþrots og rifta eignafærslunni.

Óli Gneisti - 22/04/10 20:43 #

Er þetta eitthvað formlega tilkynnt? Er þetta ekki bara leki?

Matti - 22/04/10 21:35 #

Hugsanlega hófst þetta sem leki en starfsmenn skattsins staðfestu þetta í hádegisfréttum útvarps í gær. Sú frétt var eins og atriði með Monty Python.

Svavar Kjarrval - 22/04/10 23:40 #

Ræddu þeir við ráðherrann í The Ministry of Silly Walks?