Örvitinn

Verri en þeir sem ollu bankahruninu

Ég get ekki að því gert að stundum finnst mér sumir þeir sem tala hæst um siðbót í kjölfar bankahrunsins vera verri en þeir sem ollu bankahruninu, a.m.k. þegar farið er að heimta að fólk sé handtekið án dóms og laga, brotist inn hjá því, börnin þeirra hrædd. Svo vilja menn banna stjórnmálaflokka, leysa upp þingið, fá einræðisherra í stað flokka pólitíkur og þar fram eftir götunum.

Ármann Jakobsson í pistlinum Lengi getur vont versnað. Ég er algjörlega sammála.

vísanir
Athugasemdir

Sindri G - 23/04/10 07:45 #

Þetta var sérlega góð grein.

Siggi Óla - 23/04/10 11:58 #

Já stórgóð grein hjá Ármanni.

Manni stendur nú ekki á sama þegar skimað er yfir suma kommentahalana á netinu.

Nonni - 23/04/10 13:07 #

Er þetta ekki strámaður hjá honum Ármanni? Það má vel vera að þetta fólk sé til, en ég hef ekki orðið var við neinn sem biður um neitt af því sem sjá má í upptalningunni hjá honum. Ég verð reyndar að játa ég les sjaldnast umræðuhala lengra en að 5. svari, eða svo.

Ég hef séð fólk tala um að réttast væri að hýða útrásarvíkinga "og allt þetta spillingalið" á Lækjartorgi, en ég sé ekki alveg alvöruna í því nöldri.

Hvernig er það annars með þetta flokkspólitíska fólk? Það heyrist ekki múkk frá því fyrr en farið er að herja á ætlaða samherja þess. Liverpool vs. Man U. virðist ætla að vera hlutskipti mannkyns að eilífu.

Matti - 23/04/10 13:09 #

Ármann hefur verið nokkuð duglegur að blogga undanfarið.

Ég hef orðið var við töluvert grófari umræðu en þú - og þá t.d. hjá svokölluðum "nestor blaðamennsku" á Íslandi svo dæmi sé tekið.

Sindri G - 23/04/10 14:41 #

Í kringum mig er hellingur af mjög grófri umræðu, og henni fylgir alvara.