Örvitinn

The Road

Myndin The Road er ekki beinlínis upplífgandi. Faðir og sonur rölta um í leit að einhverju betra í veröld þar sem dómsdagur hefur þegar átt sér stað, nær allt líf horfið og siðmenning liðið undir lok Það er vonleysi í myndinni, fólk er ekki "gott" í þessu umhverfi. Samt finnst mér eitthvað heillandi við myndina.

Myndin er byggt á skáldsögðu með sama nafni.

Þess má geta að fólk þarf helst að horfa (hlusta) á alla myndina því undir kreditlista hljómar vonarglæta!

kvikmyndir
Athugasemdir

Finnur - 24/04/10 12:16 #

Ég heillaðist svo af myndinni að ég keypti bókina. Bókin er mjög góð, þó hún sé einhæf á köflum. En hver er ég að gagnrýna einhæft líf þeirra.