Örvitinn

Moon

Ef það er ekki nógu depremerandi að glápa á feðga rölta um vonlausa veröld hlýtur einmana gaur á tunglinu að toppa það! Myndin Moon olli mér ekki vonbrigðum. Ég hef ætlað að glápa á hana í töluverðan tíma en ekki komið mér í það fyrr en nú. Það er skemmst frá því að segja að Tungl var allt öðruvísi en ég átti von á. Vandinn er bara að það er ekkert hægt að segja frá henni án þess að skemma plottið.

Ég er samt viss um að afskaplega mörgum þykir þessi mynd grútleiðinleg :-)

kvikmyndir
Athugasemdir

Björn Friðgeir - 26/04/10 07:51 #

Algjör total snilld. Ef maður kemst í gegnum fyrstu 20 mínúturnar.

Hefði viljað átta mig á því fyrr undir hvaða nafni ég þekkti Duncan Jones betur :D

Matti - 26/04/10 07:55 #

Heyrðu, þetta vissi ég ekki :-) Svo halda menn að athugasemdir bæti engu við bloggfærslur!

Jón Magnús - 26/04/10 09:31 #

Ég fékk á tilfinninguna í byrjun myndar að þetta yrði einhver sálfræðihryllingsmynd en var feginn þegar hún varð ekki þannig.

Og jú, þetta er góð mynd.

Kristinn Snær - 26/04/10 10:24 #

mér fannst hún alveg frábær. Þarf einmitt að horfa á hana aftur.

Mæli líka með World's Greatest Dad ef þú hefur ekki séð hana.

Sævar Helgi - 26/04/10 11:33 #

Þetta er frábær mynd, ein allra besta vísindaskáldsaga sem ég hef séð lengi.

Þórður Ingvarsson - 26/04/10 13:19 #

Svo heitir hún bara Moon. Og, já, þetta er ein allra besta sæ-fæ mynd síðan... tja... Blade Runner.

Matti - 26/04/10 13:22 #

Hah, hvað ertu að tala um? :-P

Ok, ég lagaði þetta.

Þórður Ingvarsso - 26/04/10 13:25 #

Sumir slefandi fávitar halda að hún heiti The moon. Vildi bara koma því á framfæri. :|

Matti - 26/04/10 13:33 #

Þú misstir alveg af djóknum mar, þegar ég kommentaði (og áður en ég bætti smáa letrinu) var ég búinn að laga þetta og þú leyst út eins og algjör asni því það var ekki hægt að skilja athugasemdina þína - múhahahaha...

ok, ég slefa samt mjög sjaldan - yfirleitt bara í koddann minn.