Örvitinn

Gissur í bítið um kristinfræði

Hvernig stendur á því að fjölmiðlafólk er alltaf að blaðra um eitthvað sem það veit ekkert um? Hér er hægt að hlusta á það sem Gissur Sigurðsson, fréttamaður Bylgjunnar, hafði að segja um siðfræði og kristinfræði í morgun.

Síðan hvenær var hætt að kenna kristinfræði hér á landi? Lítum alveg hjá ruglinum um að kristinfræði sé siðfræði. Heimir tekur svo undir allt sem hann segir sem pirrar mig dálítið.

Það hefur enginn mótmælt því að börnum séu kenndir góðir siðir í grunnskólum landsins. Það hefur heldur enginn mótmælt því að börnum sé kennt um kristna trú. Aftur á móti hefur trúboði í skólum verið mótmælt.

Þetta er afskaplega einföld umræða, meira að segja Gissur ætti að geta sett sig inn í málið.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

helga - 27/04/10 12:18 #

veit ekki hvaða sjálfseyðingarhvöt fær mann til að hlusta bara oft á þessa tvo blaðra út í loftið tóma þvælu á morgnana.........frussaði einmitt út úr mér kaffinu í morgun yfir þessu bulli...

Reynir Harðarson - 27/04/10 13:04 #

"Kristinfræði er komin meira og minna út af einhverju dekri við önnur trúarbrögð, sem er farið að rækja hér í landinu með aðkomufólki..."

Þetta bölvaða aðkomufólk er greinilega að grafa undan siðferði í landinu! Smekklegt, eins og annað úr þessari átt, sem hreykir sér af góðum siðum og siðgæði!

Annars finnst mér óþarfi að "kenna börnum um kristni" :) Þau eru auðvitað sárasaklaus og geta engan veginn borið ábyrgð á þeim hörmungum öllum.

En ef kennd væri siðfræði, rökfræði og gagnrýnin hugsun í skólum er sjálfgefið að þá passar illa að kenna um leið undirgefni við snaróðan alræðisherra, tröllasögur, yfirburði hinna rétttrúuðu, guðs útvöldu þjóð o.s.frv.

Sigurlaug - 27/04/10 15:08 #

Gissur er án efa þeirrar skoðunar að það sé fullnóg að sækja sínar "hlutlausu upplýsingar" til Sigurðar bróður í Skálholti..