Örvitinn

Blogglisti Jónasar

Ég er niðurbrotinn maður því ég var að frétta að ég er ekki á blogglista Jónasar.

Auðvitað lýgur hann eins og alltaf. Ég er ekki á listanum en samt tekst honum að lesa bloggið mitt af og til. Nema hann ljúgi án þess að hafa lesið - það er svosem ekki ólíklegt.

Ef listinn er skoðaður nánar sést að stór hluti þeirra sem eru á honum eru lítið eða ekkert virkir á blogggáttinni. Einhverjir hættir að blogga, aðrir farnir að blogga á nýjum stað en hafa ekki verið uppfærðir á gáttinni. Jónas hefur að sjálfsögðu ekki tekið eftir því enda hættur að muna eftir smáatriðum.

Sjálfur les ég allt!

Ýmislegt
Athugasemdir

Erlendur - 03/05/10 13:51 #

Haha, les hann virkilega Kryppuna?

Matti - 03/05/10 13:53 #

Greinilega! Trúir sennilega flestu sem þar er haldið fram :-)

Gísli - 03/05/10 14:17 #

"sem ég les daglega." Svo skemmtilega vill til að á morgun er 1 ár frá því að Sverrir Jakobsson bloggaði síðast. En þar sem færsla hans 4. maí, 2009, fjallar um stofnanda KFC, þykir mér líklegt að matgæðingurinn Jónas hafi lesið hana daglega, sér til yndisauka.

Markús - 03/05/10 14:46 #

"...aðrir farnir að blogga á nýjum stað en hafa ekki verið uppfærðir á gáttinni."

Hvaða bloggarar? Svo ég geti nú breytt skráningu þeirra... :)

Matti - 03/05/10 14:50 #

T.d. Nanna Rögnvaldar sem færði sig yfir á Miðjuna en hefur svo ekkert bloggað þar. Þannig að hún heldur sig sennilega bara við Facebook þessa dagana :-)

Henrý Þór - 03/05/10 16:42 #

Látið Jónas í friði! Greinilega topp gaur með góðan smekk á skrípóbloggurum! :-)

Matti - 03/05/10 23:42 #

Þú og Kryppan - góð saman ;-)

Henrý Þór - 04/05/10 00:06 #

skondið, því þú og Jónas eru þeir einu sem plögga þessa svonefndu Kryppu :)

Sverrir - 04/05/10 00:29 #

Mér finnst ekkert skrýtið við það að Jónas lesi gamla bloggið mitt daglega. Skil ekkert í ykkur hinum að gera það ekki.