Örvitinn

Þórhallur, Einstein og býflugurnar

Þórhallur HeimissonJá ég veit, tvær færslur í röð um séra Þórhall Heimisson eru vísbending um að ég hafi manninn á heilanum en þetta er algjör tilviljun. Ég hef ekki lesið bloggið hans undanfarið (og nennti ekki að lesa eldri færslur í gær) og þetta fór því framhjá mér þar til ég rakst á umræðu um málið á póstlista nokkrum.

Þórhallur bloggaði við frétt um býflugur og vitnaði í Einstein.

Þessi frétt rifjar upp á varnaðarorð Einstein:

“If the bee disappears from the surface of the earth, man would have no more than four years to live".

Ef býflugan hverfur á mannkyn einungis fjögur ár eftir. #

Eins og ég hef áður bent á er það ekki góðs viti þegar Þórhallur vitnar í Einstein. Ekki það að þetta skipti máli, það er ekki eins og séra Þórhallur sé að reyna að telja fólki trú um að hann sé fræðimaður.

Á vefsíðunni Snopes er bent á að tilvitnunin er næstum örugglega ekki frá Einstein sjálfum.

Ég hef áður skrifað grein á Vantrú um það þegar prestur vitnaði í Einstein og vísaði þá einnig á Snopes til að sýna að sagan um Einstein var röng.

Ég legg til að prestar ríkiskirkjunnar hætti að vitna í Einstein, þeir eru ekki að höndla það vel.

efahyggja
Athugasemdir

Siggi Örn - 06/05/10 11:30 #

Einstein skrifaði einmitt fjórar greinar árið 1905. Þrjár þeirra urðu mjög frægar. Sú fjórða, sem fjallar um hvernig mannkynið myndi höndla það ef að býflugur hyrfu af yfirborði jarðar, náði aldrei eins miklum vinsældum.

Matti - 06/05/10 11:32 #

Hehe, akkúrat :-)

Mummi - 06/05/10 13:09 #

:-D

hildigunnur - 10/05/10 12:40 #

Eða að prestar fari að tékka á Snopes?

Matti - 10/05/10 13:04 #

Já, ég held það væri ágæt regla hjá prestum að kíkja á snopes áður en þeir dreifa sögum sem þessum.

Gallinn er bara sá að þeir vinna við að dreifa sögum sem þessum :-)