Örvitinn

Tedrykkja

Ég er að klára þriðja tebolla dagsins. Hafði áhyggjur af því í morgun að ég væri að verða eitthvað slappur. Hef aldrei drukkið kaffi, drekk eiginlega aldrei te.

Spurning hvort ég reyni ekki bara að gerast tefíkill. Hefur það einhverja ókosti í för með sér?

Passa bara að sulla ekki sykri út í.

Siðað fólk ku sötra te!

dagbók
Athugasemdir

Matti - 06/05/10 15:49 #

Siðað fólk fagnar því líka að eitthvað sé að gerast hjá Sérstökum saksóknara. Sígandi lukka er best og þetta eru flókin mál.

Bjarki - 06/05/10 15:55 #

Þá sjaldan að ég hef prófað tedrykkju þá hefur dagurinn farið að mestu í klósettferðir (númer eitt sko).

Matti - 06/05/10 17:09 #

Þú segir nokkuð. Ég hef ekki losað óeðlilegt oft í dag.

Bjarki - 06/05/10 19:07 #

Það er sennilega helst við mína lélegu partýblöðru að sakast.

Bragi Skaftason - 06/05/10 20:19 #

Ég drekk ca. þrjá bolla af tei á dag. Hættur að drekka kaffi og drekk einungis koffínlaust te. Engir ókostir, sífelld þvaglát eru bara vandi ef drukkið er mikið grænt te(þvaglosandi). Annars eru til ógrynnin af góðu tei, mín uppáhalds eru lotus, kamillu, piparmyntu, rauðnettlu og engifer og sítrónute.