Örvitinn

Uppstigningardagur

Krosslafs hræ við láð varð laust,
ljótt með kauna aman.
Til himna líkt og skrugga skaust,
með skít og öllu saman.

-Helgi Hóseasson

Meira á Vantrú.

Þetta skiptir svosem litlu máli, það trúir enginn þessu í alvörunni. Ég er alveg sáttur við að fá frí en vildi þó gjarnan fá að færa frídaginn á (einhvern) föstudag eða bæta við sumarfríið.

Jesús
Athugasemdir

Ísak Harðarson - 18/07/10 06:33 #

ÉG trúi þessu í alvörunni! Þótt allar kenningar og "vísindalegur sannkeikur" muni verpast og útmást og hverfa, mun að eilífu standa eftir sú staðreynd að sjálfur sonur Guðs fæddist á jörðu, lifði hér í um 33 ár, sagði satt og gerði gott, og var loks líflátinn á kvalafullan hátt fyrir þetta eitt. Og þetta gerði hann fyrir mig.

Voltaire sagði: "Ef þríhyrningar gætu hugsað myndu þeir hugsað sér Guð sem þríhyrning."

En ég segi: "Ef þríhyrningar gætu hugsað myndi Guð að sjálfsögðu koma til þeirra sem hinn fullkomni þríhyrningur." Þ

Það væri hið eina rökrétta í dæminu.

Birgir Baldursson - 18/07/10 22:43 #

Úff, er það sæmandi skáldum að hafa yfir, eins og einhverjir róbótar, gamlar slitnar tuggur úr munni heimskra költleiðtoga? Þú veldur mér vonbrigðum, Ísak.