Örvitinn

Bakþankar Páls Baldvins

Bakþankar Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu í dag eru afskaplega viðeigandi á þessum degi.

...biskupinn hefur talað skýrt í þá veru að vilji ríkið skera á fjárstreymi til kirkjuhalds verði heimtur gerðar á jarðeignum kirkjunnar sem þeir lútersku stálu reyndar frá kirkju kaþólskra áður en þjóðin, þá býsna trúuð, var keyrð undir ríkisþjónkunarkirkju mótmælenda. Biskupinn er þá ekki að hugsa mikið um hið veraldlega réttlæti að eignirnar beri þeim sem skóp þær í upphafi: almenningi. Honum er nóg að tryggja samfelldar launagreiðslur sinna manna.

Ég afritaði pistilinn á spjallborð Vantrúar þar sem hann er ekki kominn á netið nema í vefútgáfu Fréttablaðsins.

Kæmi mér ekki á óvart þó svar birtist í Fréttablaðinu á morgun eða hinn.

kristni vísanir
Athugasemdir

Haukur - 13/05/10 17:05 #

Já, en ef þið reiknið þetta enn lengra aftur þá sölsaði kaþólska kirkjan þessar eignir undir sig af veraldlega valdinu (goðunum/höfðingjunum), sbr. Staðamálin.

Matti - 13/05/10 17:59 #

Sem er eflaust ástæðan fyrir því að Páll Baldin talar um að "eignirnar beri þeim sem skóp þær í upphafi: almenningi".

Mín skoðun er að jarðirnar sem kirkjan sölsaði undir sig tilheyri þjóðinni en ekki kirkjunni.