Örvitinn

Skilríki og passamyndir

Til að sækja um vegabréf heimsækir maður sýslumanninn í Kópavogi. Það gerðum við í morgun til að sækja um ný vegabréf fyrir Kollu og Ingu Maríu. Þar sáum við að ökuskírteini eru afgreidd á sama stað þannig að ég hugðist slá tvær flugur í einu höggi og fá nútíma skírteini í stað þessa bleika og fornaldarlega sem ekki gildir í útlöndum. Nema hvað, til að fá ökuskírteini þarf fólk að koma með passamyndir á alvöru ljósmyndapappír. Aftur á móti er ekki hægt að koma með ljósmyndir í vegabréf, þær eru teknar á staðnum.

Ég átti svosem að vita þetta, redda passamynd á nóinu - eða þegar ég er búinn að raka mig. Þarf bara að muna að koma aftur við hjá sýslumanninum.

dagbók
Athugasemdir

Bragi Skaftason - 14/05/10 10:59 #

Djöfull erum við samstíga í þessu Matti. Er einmitt í sömu erindagjörðum og lenti á þessum passamyndavegg. Nenni þar af leiðandi ekki að fá mér nýtt ökuskírteini.

Arngrímur - 14/05/10 11:39 #

Eru komin einhver alþjóðleg skírteini? Hingað til hafa þessu bleiku alveg dugað. Annars fékk ég mitt hjá Lögreglunni í Reykjavík og vegabréfið fékk ég hjá einhverju battaríi sem deildi húsnæði með Útlendingastofnun, nema það hafi bara verið sama stofnun.

Ásgeir - 14/05/10 11:50 #

Arngrímur, ég held að hann sé að tala um þessi stóru bleiku, ekki kortin. Sem eru líka bleik.

Arngrímur - 14/05/10 12:03 #

Æjá, auli get ég verið. Gleymi alltaf þessum gömlu.

Matti - 14/05/10 12:40 #

Jamm, mitt var gefið út árið 1993. Það er hægt að nota þau í útlöndum en þá þarf maður að fá útprentaða staðfestingu frá lögreglunni hér. Mér finnst tímabært að uppfæra.

Sigurlaug - 14/05/10 15:30 #

Isss.. mitt er svo gamalt að það er grænt! Ekki slæmt svosem, er þ.a.l. eilíflega ung, sæt og slank sko ;)

Már - 14/05/10 17:35 #

Mamma mín var að endurnýja passann sinn um daginn, og mætti með eigin digital ljósmynd á USB kubbi.

Mamma spurði hvort það væri í lagi - og afgreiðslukonan sagði "já" - ef myndin er nógu stór.

Konan opnaði skrána í tölvunni hjá sér og þá kom babb í bátinn: myndin á kubbnum var 1600 x 1200 pixlar, en myndirnar í vegabréfinu eru sko 800 x 600 pixlar á stærð.

Þessu fékkst ekki haggað - myndin var "ekki í réttri stærð" - og því endaði þessi ferð í staðlaðri hryllingsmynd smelltri á staðnum. :-)

nettfail

Tinna - 15/05/10 12:14 #

Þegar ég fékk síðasta passa hélt ég einmitt að myndir væru teknar á staðnum. Það reyndist ekki vera, svo ég þurfti að skreppa á BSÍ eða í Kringluna í leit að passamyndaklefa.

Ef ég væri ekki með svart hár og svartar gleraugnaumgjarðir væri ekki hægt að sjá mig á myndinni.