Örvitinn

Skop Morgunblaðsins

Mikið óskaplega þótti mér skopmyndin í laugardagsmogganum á lágu plani. Ekki bara ófyndin heldur ómerkileg. Það mætti halda að einhverjir moggamenn séu óttaslegnir.

Skopmynd úr Morgunblaðinu

fjölmiðlar
Athugasemdir

Bjarki - 16/05/10 23:57 #

Ég staldraði dálítið lengi við þessa mynd og reyndi að átta mig á því hvort að það væri einhver góður djókur í þessu sem ég væri bara ekki að fatta. Það er ekki.

Jón Frímann - 17/05/10 00:37 #

Enginn brandari þarna. Ætli teiknarar Morgunblaðsins teikni eftir skipunum?

Magnús T - 17/05/10 07:45 #

Það er yfirleitt merki um lélegt skrípó ef þarf að merkja allt á myndinni með texta, hvað þá ef það er í jafn löngu máli og þarna. Þetta er afturför frá Sigmund, sem ég bjóst ekki við.

Óli Gneisti - 17/05/10 08:50 #

Ég þurfti satt best að segja að lesa þetta allavega tvisvar ef ekki þrisvar áður en ég fattaði punktinn. Ég þurfti síðan nokkrar tilraunir í viðbót til að reyna að skilja hvað á að vera fyndið við þetta. Ég hef ekki ennþá hlegið. Þetta er væntanlega merki um hve "slow" ég er.

Ásgeir - 17/05/10 10:09 #

Þú gætir þá kannski útskýrt þetta fyrir mér, Óli? Því ekki fatta ég þetta.

Matti - 17/05/10 11:16 #

Ég veit ekki hvað á að vera fyndið en það er a.m.k. ljóst að vondu mennirnir eru fólkið í skilanefndunum sem eltist við aumingja skrúðkrimma landsins.

Lissy - 17/05/10 14:36 #

rather wish you had not even posted this to your blog, since it has been haunting me all day. How anyone in the world could imagine that the útrasavíkingar have been cruelly treated is really beyond me. White collar crimes always get so much rhetoric of "we should just forgive and forget", even in the United States, but I just cannot believe anyone thinks that the law is relishing having to arrest these people. A funeral would have been far more apt.

Kalli - 17/05/10 19:12 #

Þetta minnir helst á áróðursplakat nema ég hef aldrei séð svona lélegt áróðursplakat.

Bjarki - 17/05/10 21:05 #

Boðskapurinn virðist að hluta snúast um að útlendingar muni aldrei aftur þora að fjárfesta á Íslandi vegna þess að þar séu heiðarlegir athafnamenn étnir upp til agna af rannsóknaróðu réttarkerfi og almenningi... eða eitthvað.

Svavar Bjarnason - 16/04/11 15:21 #

Hver á þessi blóðugi að vera? Ég fatta þetta alls ekki. Er ég kannski svona tregur?

Matti - 16/04/11 15:22 #

Þessi blóðugi stendur fyrir alla starfsmenn skilanefnda bankanna.