Örvitinn

Svanur Gísli Þorkelsson elskar mig ekki (og svo er hann ljótur líka)

Félagsskapurinn vantrú er skrýtin klíka. Reyndar er ærin ástæða til að efast um að félagskapurinn sé félagsskapur. Alla vega virðist sem einhver einn feitur pjakkur hafi umboð til þess að skrifa athugasemdir á bloggi í nafni "félagskaparins" á þann hátt að ekki er hægt að greina hvort einhver munur sé á stefnu samtakana og hans persónulegu túlkun.
...
því "samtökin" hafa litlu komið í verk af yfirlýstum markmiðum sínum. Þau (eða sá feiti) sprikla dálítið á netsíðunni sinni og gera athugasemdir á bloggsíðum, meira er það ekki. #

Ég er semsagt þessi feiti pjakkur sem Svanur Gísli talar um. Skrifaði athugasemd á bloggi (ath. nr. 68) en gleymdi að skipta um notanda eftir að ég setti inn vísun á moggablogg Vantrúar. Athugasemdin birtist því undir notanda Vantrúar en ekki mínu nafni. Ég benti sjálfur á þetta í næstu athugasemd svo það færi ekki á milli mála hver hefði verið að verki.

Nú er Svanur Gísli að fara á taugum útaf færslu dagsins á Vantrú. Gerir sér ekki grein fyrir því að Vantrú stendur alls ekki fyrir Allir teikna Múhamed deginum heldur er þetta alþjóðlegt. Við erum bara að minna á þetta og taka þátt.

Ég kom hvergi nálægt færslu dagsins um Múhameðsteikningar. Í raun hef ég ósköp lítið að segja um stefnu Vantrúar í dag, er bara óbreyttur félagsmaður þó ég sé duglegur að tjá skoðanir mínar og sjái um vefmál félagsins.

Svanur Gísli er eflaust ekki feitur pjakkur en fríður er hann ekki (sko, ég get alveg farið á þetta plan líka :-) )

Það er áhugavert að lesa þessi skrif hans í ljósi bloggfærslu hans um fordóma gagnvart feitu fólki þar sem hann segir:

Fordómar gegn feitu fólki þykja orðnir sjálfsagðir vegna þess að gert ráð fyrir því að feitt fólk hafi litla sjálfsstjórn sem virkar ógnandi á samfélag þar sem öll áherslan er á að vera magur.

Auðvitað er ég alltof feitur og ég er ekki beint að fela það. Já og ég er ekkert sérlega sáttur við það en auðvitað er þetta aumingjaskapur í mér, ég veit það líka. Hreyfi mig töluvert en borða einfaldlega of mikið.

Við þetta má bæta að Svanur Gísli er Bahá'í-i og er afskaplega viðkvæmur fyrir myndbirtingum af Bahá'u'lláh. Bahá'u'lláh leit svona út.

bahaullah.jpg

Í alvöru talað, með þessari myndbirtingu hef ég sármóðgað Svan Gísla og marga trúbræður hans, sjá t.d. athugasemdir hér! Þetta lið er klikkað.

ps. þetta passar ágætlega inn í umræðuna í athugasemdum hér.

aðdáendur
Athugasemdir

Ívar - 19/05/10 16:57 #

Djöfull er hann ljótur þessi Bahá'u'lláh, maður skilur vel afhverju þeir vilja ekki myndir af honum í dagsljósið. :p

Ásgeir - 19/05/10 17:10 #

Hvaða, hvaða, mér finnst hann bara nokkuð myndarlegur.

ábs - 19/05/10 18:03 #

Hvað ertu hár? Grafið sýnir bara þyngdarþróun þína.

Með kveðju, ÁBS

Matti - 19/05/10 19:24 #

Ég er stubbur :-) 173cm þannig að þessi þyngd er hrikaleg.

Reyndar vil ég meina að ég sé ekki jafn feitur og þyngdin gefur til kynna, a.m.k. er ég enn þokkalega sprækur í boltanum.

En fjandakornið, ég ét of mikið.

María - 19/05/10 21:50 #

Það er fjandi hátt BMI...

ábs - 19/05/10 22:01 #

Já, þetta er nokkuð mikið. En í fótboltanum býrðu eflaust að gömlum töktum. Ég er aðeins þyngri en þú en 190 á hæð. Er vel skvapaður og allt of hægur til að geta spilað góðan fótbolta. Er búinn að ná sæmilegu peisi í skokki enda reynir þar ekkert á snerpuna. En ég er líka í þessum hópi sem er of feitur en hreyfir sig mikið. Spurning hvort það er nokkuð vandamál ef aðrar heilsutölur eru góðar (eins og gjarnan er hjá fólki sem hreyfir sig). - Já, nema menn vilji ganga í augun á bloggaranum Svani Gísla.

Matti - 19/05/10 23:32 #

Þetta er fjandi hátt BMI enda er ég fjandi feitur :-) Vandinn er samt að þegar ég er í nokkuð góðu formi er ég samt með frekar hátt BMI. Til að komast í lága BMI tölu þyrfti ég að verða horaður.

Heilsa mín er ágæt en ég finn vel fyrir ofþyngdinni. Verð aumur í fótum eftir boltann, meiðist gjarnan og svo verð ég bara leiður útaf þessu af og til.

ábs - 20/05/10 00:35 #

Ég hef náð takmörkuðum en varanlegum árangri í þessum spikmálum. Er svakalegt átvagl að upplagi. Ég var nokkuð þyngri en aðalvandamálið var að ég var alltaf að þyngjast. Náði að léttast um nokkur kíló og síðan halda í horfinu. Er sirka 111 kg á góðri vigt en 107-108 á gömlu vigtinni heima. Ætli það myndi ekki jafnast á við að þú værir sirka 95. Við gerum kannski spjallað um þetta á öðrum vettvangi einhvern tíma.

Matti - 20/05/10 14:32 #

Það er ekkert mál að léttast! Ég fór úr 114 í 84 2002-2003. Vandamálið er að þyngjast ekki aftur. Um leið og ég hætti að æfa stíft þyngdist ég afskaplega hratt.

En já, þetta er efni í aðra umræðu.

Ég mæli (og þó, kannski ekki) með umræðunum hjá Svan. Þær eru dálítið undarlegar eins og gjarnan vill verða þegar maður ræðir við fólk eins og hann.

A.m.k. fannst mér dálítið fyndið þegar Hrannar stærði sig af því að þekkja Dawkins mjög vel og sagðist m.a.s. lesa bloggið hans!

Hildur - 20/05/10 16:46 #

Þessi umræða í athugasemdakerfinu sem þú vísar í eru ótrúlegar. Auðvitað er karlremban hjá Bahæjum einungis hugsuð til þess að vernda konur og þá sérstaklega börn. Þetta hefur víst reynst áhrifarík taktík í rökræðum, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Think_of_the_children

Í Qatar voru einhvern tíman samþykkt lög þess efnis að konur mættu ekki vinna á nóttunni nema þær ynnu í heilbrigðisgeiranum. Ekki til að skerða atvinnufrelsi heldur til að vernda þær frá hættu. Geiri á Goldfinger bannaði sínum dönsurum að fara út af heimili sínu átta klukkutímum eftir vaktir. Ekki til að skerða ferðafrelsi heldur til að vernda þær.

Ég myndi reyndar halda að grímulausar karlrembur, sem þættust ekki bera hag kvenna og barna fyrir brjósti, væru í miklum minnihluta. Flestar karlrembur eru nefnilega einmitt karlrembur af því að þeim er "annt um konur og börn".