Örvitinn

Kristni oddvitinn

Oddviti stjórnmálaflokks sem býður fram í borginni skrifaði þetta í bakþanka Fréttablaðsins fyrir fáeinum árum.

Biblían hefur skírar leiðbeiningar um það hvernig við eigum að haga lífi okkar. Hún segir að syndir geti af sér sjúkdóma. Og það er ótrúlegt hvað hún hittir naglann á höfuðið í þeim efnum. Það er vitað að líkur á krabbameini í leghálsi aukast með fjölda rekkjunauta; eftir því sem kona sefur hjá fleiri mönnum, þess meiri líkur eru á því að hún fái leghálskrabbamein. Þar að auki hefur lauslæti slæm áhrif á sálarlífið. Sjötta boðorðið hljóðar svo: Þú skalt ekki drýgja hór. Ég held að við gætum aukið lífsgæði okkar umtalsvert ef við reyndum að syndga aðeins minna.

Ég held að kristilegt líf sé einhver heilbrigðasti grundvöllur sem maður getur lagt að lífi sínu. Eina sem það krefst af okkur er auðmýkt. En það er líka það sem flestir eiga svo erfitt með. Það er ekki nóg að borða hollt og hreyfa sig. Það er til lítils að hamast í ræktinni ef hjarta þitt er tómt eða fullt af reiði og ótta. Maður verður líka að hugsa hollt. Því ekki að hugsa um heilsuna og fara í messu?

Fyrir nokkrum árum gaf sami maður út bók og sagði meðal annars:

Ég komst á þann stað í lífinu þar sem enginn mannlegur máttur gat hjálpað mér. Ég hafði reynt allt. Í staðinn fyrir að gefast bara upp - sem virtist það eina rétta í stöðunni - ákvað ég að halda áfram í blindri von um að ekki væri allt vonlaust. Og það reyndist mér til happs.

Ég fékk trú á Guð og ekki bara hann heldur einnig á sjálfan mig sem Guðs barn og annað fólk sem Guðs börn líka. Þessi trú hefur gert líf mitt hamingjusamara en það var áður

Reyndar held ég að þessi maður sé ekki lengur trúaður. Rámar eitthvað í að hann hafi afneitað trúnni, hætt þessu djóki. Vandinn er bara að ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðanir Jón Gnarr hefur.

kristni pólitík
Athugasemdir

Jenný Anna - 20/05/10 17:56 #

Glæsilegt. Nú fyllist allt af trúarnötturum. Krossinn og detoxdrottningin á Bessó. Vá, líf post-búsáhalda er björt og fögur.