Örvitinn

Græjuöfund útaf Google síma

Palli var að kaupa sér Google síma og ég er að drepast úr öfund. Lýg því reyndar, var að drepast úr öfund en held ég sé búinn að jafna mig. Helvíti er þetta samt flott græja. Svenni símamaður dró Google símann sinn fram eftir hádegisboltann. Það eiga allir svona nema ég!

palli_google_simi.jpg

græjur
Athugasemdir

Siggi Óla - 21/05/10 10:35 #

Öfund :) Nýbúinn að kaupa mér allt of dýrann síma þannig ég verð að bíða aðeins áður en ég get réttlætt kaup á svona. Er þessi græja ekki að virka dásamlega hjá félögum þínum?

Jón Frímann - 21/05/10 12:38 #

Ég var að fá mér Google síma. Reyndar ekki Nexus One, en Android síma engu að síður. Ég fékk mér Huawei Android síma.

Næsta skref hjá mér að er að smíða Android kerfi á símann og uppfæra hann úr 1.5 í 2.1, eða hvaða útgáfu sem verður nýjust þegar þetta verður tilbúið hjá mér.

Þórhallur "Laddi" Helgason - 21/05/10 15:00 #

Iss, iPhone or bust... ;)

Bið að heilsa Palla, btw :)

Már - 21/05/10 23:14 #

Ég á Nexus One og er afskaplega sáttur við hann í alla staði. Skjárinn er suddalega skarpur.

Gekk með iPhone í nokkrar vikur til prufu fyrir nokkrum misserum síðan, og get staðfest það að Nexusinn stendur honum ekki að baki - nema síður sé - og hefur þann ótvíræða kost að vera næstum galopinn fyrir mismunandi stýrikerfi og frjálsa hugbúnaðarþróun.