Örvitinn

Tek allt til baka um Besta flokkinn

Besti flokkurinn er augljóstlega bestur. Ekki taka marka á efasemdum mínum. Ég var bara að djóka.

Ég nenni ekki að vera sakaður um húmorsleysi, þröngsýni, smáborgaraskap, íhaldssemi, væl, fjórflokkastuðning, getuleysi, táfýlu, andremmu, tapsárni (ég vissi ekki að ég væri að keppa) og svo framvegis. Fæ alveg nóg af neikvæðni útaf efasemdum mínum í öðrum málaflokkum. Ef þú efast um besta flokkinn er asni, ef þú hlærð ekki að þessum brandara ertu húmorslaus. Auðvitað mun Besti flokkurinn lækka skuldir og lækka útsvar á sama tíma. Þau eru nefnilega best. Þið eruð öll æði. Ekki tala illa um mig.
pólitík
Athugasemdir

Kristján Atli - 22/05/10 10:54 #

Ég myndi aldrei saka þig um neitt af ofantöldu. En mig grunar að þú sért aðallega á móti flokknum af því að leiðtogi hans hefur rætt opinskátt um trúna. Gæti sá grunur verið réttur?

Jón H. Eiríksson - 22/05/10 10:54 #

Ertu ekki að djóka?

Matti - 22/05/10 11:04 #

Ég held það sé fleira en trúarþas Jóns sem veldur efasemdum mínum. Eins og ég nefndi hér held ég að hann hafi afneitað því öllu saman - en hann gekk ansi langt á sínum tíma. Kannski varð sá brandari hans til þess að mér hefur ekkert þótt hann sérlega sniðugur (fannst vaktadæmið samt vel heppnað).

Kannski finnst mér þessi viðsnúningur dálítið undarlegur. Það er ljóst að ákveðnir aðilar/flokkar klikkuðu á síðustu árum. Nú eru aðrir að hreinsa til, reyna að slökkva elda. Þá eru viðbrögð margra þau að skammast í slökkviliðinu og segja að allir hafi verið jafn sekir - sem þeir augljóslega voru ekki.

Ég hef litið yfir listann hjá Besta flokknum og þarna er fólk sem ég væri alveg til í að sjá í borgarstjórn, t.d. Karl Sigurðsson og Gunnar Hjálmarsson en þarna er líka fólk sem ég hef óskaplega lítinn áhuga á að sjá koma nálægt þessum málum, eins og Jón Gnarr. Auðvitað gæti ég skipt um skoðun en það yrði þá að gerast með því að þetta fólk segði eitthvað til að breyta skoðun minni - ekki þannig að ég væri "kúgaður" til að hætta að efast um þetta framboð vegna þess að annars væri ég svo óskaplega forpokaður og fordóma fullur.


Auðvitað er ég að grínast, ég er alltaf að grínast.

Ásgeir - 22/05/10 11:11 #

Ég held að Besti flokkurinn verði sízt verri en hver sem er annar, en ég er anzi hræddur um að kjósendur hans verði fyrir vonbrigðum ef flokkurinn ætlar í raun og veru að gera það sem er bezt fyrir Reykjavík.

Ég er tilbúinn að veðja víský-flösku við hvern sem er, að því gefnu að borgarfulltrúar Besta flokksins sinni starfi sínu af heilindum, að þá muni umræðan vera á þá leið að Besti flokkurinn hafi svikið kjósendur og sé orðinn „eins og allir hinir“.

Það þarf einfaldlega að taka mjög óvinsælar ákvarðanir í Reykjavík á næsta kjörtímabili, og mér sýnist fólk ætla að kjósa flokkinn með það að leiðarljósi að þær verði ekki teknar.

Og kommon, það er ekki hægt að minnka skuldir, halda sömu þjónustu og hækka ekki álögur, allt á sama tíma. Það eru augljóslega bara draumórar.

Hildur - 22/05/10 12:24 #

Það er fátt súrara en þegar allt í einu uppgötvast að brandar sem maður hefur hlegið að lengi, var síðan aldrei fyndinn. Maður þarf því ekki að styðja fjórflokkana eða treysta þeim til að hugnast ekki að kjósa Besta flokkinn. Það er alveg nóg að óska þess að geta ennþá hlegið að Besta flokknum seinna, í minningunni.

Matti - 23/05/10 10:11 #

Dr. Gunni er manna verstur í þessu.

...þusvél sem hefur misst tilgang sinn er sorgleg þusvél, eins og dæmin sanna. Það finnst engum gaman að vera úreltur. Allir eru auðvitað velkomnir í Glöðu byltinguna - þið hafið engu að tapa nema þusinu!

Henrý Þór - 24/05/10 11:46 #

Þú ert nú meiri vingullinn! ;-)

hildigunnur - 25/05/10 08:20 #

Ásgeir hittir naglann þráðbeint á hausinn er ég ansi hrædd um.

Sindri G - 28/05/10 17:22 #

Ég vitna nú bara í næturvaktina, og beini orðum mínum að Matta: "Þú ert illa vinstri grænn."

Matti - 28/05/10 17:24 #

Ég veit ekki einu sinni hvað þú ert að segja :-)

Sindri G - 28/05/10 18:36 #

Frændi Óla reifst við Georg aftarlega í næturvaktar seríunni, og kallaði hann "illa vinstri gærnan", enda Georg stífur, leiðinlegur, strangur, húmorslaus o.s.frv. :)

Sindri G - 28/05/10 19:58 #

Sá annars eftirfarandi status, sem mér fannst nokkuð góður:

"Finnst að Besti flokkurinn sé ekki að gera grín að stjórnmálamönnum, heldur kjósendum. Hve margir ætli láti hafa sigað fífli með því að kjósa þá?"