Örvitinn

Týndi giftingarhringnum

Giftingarhringurinn minn er að öllum líkinum týndur í garðinum. Ég gleymdi að taka hann af mér áður en ég fór að vinna í beðunum á sunnudag og uppgötvaði um kvöldið að hringurinn var ekki á sínum stað (fingri).

Giftinga

Við fórum í gegnum allan garðúrgang í gær áður en við fórum með pokana á Sorpu. Tæmdum þá á stéttina og skoðuðum allt vandlega. Ég er nokkuð viss um að hringurinn er enn í beðinu eða grasinu.

Við þessu er lítið að gera. Ég held áfram að leita í sumar.

dagbók
Athugasemdir

Jón Magnús - 25/05/10 10:22 #

Þú getur hringt í kafaraþjónustuna (held að hún heiti það), þeir eru með málmleitartæki. Gæt borgað sig því ég efast um að þú finni hringinn svo auðveldlega.

helga - 25/05/10 10:40 #

þegar ég var einu sinni í garðvinnu hjá mér fann ég skyndilega giftingarhring fyrri eigandans......ótrúlega gaman að færa þeim góðu hjónum hann sérstaklega þar sem ég dúkkaði óvænt upp á silfurbrúðskaupsdaginn þeirra:)

Mummi - 25/05/10 10:58 #

Ekki gleyma náttúrulegu leiðunum. Þú veist að þótt maðurinn þarna taki dæmi af vatni, þá virkar þetta sko á allt!

Bwhahaha!

(En svona grínlaust, ég vona að þú finnir hringinn þinn. Ég hef lent í þessu, þetta sökkar. Ég fann hringinn reyndar inni í garðhanskanum sem ég var að nota. Ertu búinn að leita þar?)

Matti - 25/05/10 11:01 #

Jamm, ég byrjaði á að leita í hanskanum. Var bara með einn (kjánaleg saga, við fundum bara tvo hægri hanska), hann var semsagt á hinni höndinni.

Helga, get ég nokkuð platað þig til að koma aðeins að vinna í garðinum mínum? :-)

Jón Magnús, ætli svona málmleitartæki virki? Það væri a.m.k. ekki vitlaust að prófa.

Jón Magnús - 25/05/10 11:33 #

Konan týndi einu sinni lyklakippu í drullupolli og var búinn að leita og leita en ekkert gekk. Þá benti einhver á að hún gæti haft samband við kafaþjónustu og gaurinn kom og var 30 sek. að finna kippuna. Það var nú ekki mjög dýrt og gaurnum fannst þetta frekar fyndið þar sem pollurinn var ekki mjög stór :)

Sindri G - 25/05/10 12:47 #

Fyrrverandi kötturinn minn át hringinn minn. Ég er því ekki með neinn hring, en konan er með hring. :)

Ásgeis - 26/05/10 10:04 #

Ég skil vel af hverju hann er núna fyrrverandi köttur.

Sindri G - 26/05/10 14:05 #

Við létum lóga honum þegar við eignuðumst okkar fyrstu dóttur (sem var fljótlega eftir hringsátið). Við veltum því fyrir okkur að láta "opna" hann til að finna hringinn, en við vildum ekki standa í því.