Örvitinn

Málmleitartæki

Þekkið þið einhvern sem á málmleitartæki? Ég væri rosalega þakklátur ef ég gæti fengið slíka græju lánaða í nokkra klukkutíma fyrir smá gullleit. Ef einhver með slíka græju myndi mæta og finna hringinn væri ég alveg til í að borga dálítil fundarlaun.

Tími aftur á móti ekki að leigja svona tæki (fyrir stórfé) upp á von og óvon.

Ýmislegt
Athugasemdir

Arngrímur - 25/05/10 11:20 #

Almenningur mun ekki mega nota málmleitartæki á Íslandi. Meiraðsegja fornleifafræðingar þurfa rannsóknarleyfi ...

Óli Gneisti - 25/05/10 11:22 #

Arngrímur örlítið á undan mér. Þetta lærðum við báðir um helgina.

Matti - 25/05/10 11:25 #

Af hverju í ósköpunum?

Henrý Þór - 25/05/10 11:26 #

Rafveitan er með svona, og jarðsímamenn hjá Mílu líka. Svo var nú hægt að kaupa málmleitartæki til að finna rör og kapla í veggjum. Er bara ekki viss hvort þessi tæki finna gull. Er svo vitlaus í þessum fræðum.

Óli Gneisti - 25/05/10 11:29 #

Samkvæmt okkar heimild er þetta að erlendri fyrirmynd þar sem það hefur verið vandamál að amatörar séu að raska fornleifum.

Teitur Atlason - 25/05/10 11:29 #

Ég gaf mömmu minni svona tæki í jólagjöf. Alvöru græju þakka þér fyrir og vann keppnina "furðulegasta jólagjöfin 2008".

Sendu mér póst og ég læt þig fá númerið hennar

Matti - 25/05/10 11:36 #

Þú ert nú með tölvupóstfangið mitt Teitur ;-)

Haukur - 26/05/10 09:14 #

Þegar ég var lítill leigði pabbi einhvern tíma svona græju og fór með okkur strákana að leita að fjársjóðum. Fundum auðvitað bara skran en það var samt gaman.

Jón Frímann - 27/05/10 11:09 #

Málmleitartæki eru ekkert bönnuð erlendis. Bölvuð vitleysa er þetta! Þessi tæki eru leyfð í Bretlandi og fleiri Evrópulöndum að ég tel víst.

Reglunar geta auðvitað verið mismunandi á milli landa, en þetta er hvergi bannað svo að ég viti til. Nema þá á Íslandi, þar sem allt er bannað nema að það sé sérstaklega leyft.

Óli Gneisti - 27/05/10 12:46 #

Í Bretlandi eru miklar takmarkanir á því hvar má nota málmleitartæki.