Örvitinn

Kryppan enn og aftur

Kryppan fjallar um Vantrú. Margt fróðlegt þar að finna eins og t.d.

Auðvitað skiptir sannleikurinn engu máli í hugum Vantrúarmanna eins og sést best þegar þeir drulla yfir alla þá sem hafa aðra skoðun en Bush á 11. september. Af hverju þeir eru að verja Bush og opinberu söguskýringuna er spurning en á heimasíðu sem tengist Vantrúuðum er vísað í 911myths.com síðuna máli sínu til stuðnings.

Heimasíðan sem tengist Vantrúuðum er bloggsíða mín og vísunin á 911myths er hér. Ég man ekki eftir að Vantrú hafi nokkuð fjallað um hryðjuverkin 11. september og samsæriskenningar sem því tengjast. Ég man þar að auki ekki eftir öðru en að ég hafi gagnrýnt að Bush og kó tengdu þessi hryðjuverk við Saddam Hussein. Seint verð ég sagður stuðningsmaður Bush :-)

Þetta er aftur á móti fróðlegt hjá Kryppunni:

Eftir þennan inngang erum við kannski komnir að kjarna málsins. Síður sem taka að sér að verja t.d. stjórnvöld eða bloggarar sem skjóta upp kollinum allstaðar í sama tilgangi eru oftast á launum við þá iðju. Stjórnvöld eða hagsmunaaðilar borga viðkomandi laun. Nýlega komst upp um stjórnvöld í Canada en þau borguðu fjölmiðlafyrirtæki 75.000 dollara fyrir að vakta spjallsíður og bregðast við gagnrýni netverja. Hér er auðvitað ekkert nýtt á ferðinni því stórfyrirtækið Monsanto lét fjölmiðlafyrirtæki sitt verja erfðabreytt matvæli í skjóli “gerfieinstaklinga”.

Hvort Vantrúðir eru alvöru eða gerfi geta lesendur Kryppunnar velt fyrir sér en þeir eru a.m.k. ansi duglegir að verja opinberar samsæriskenningar.

Já, auðvitað erum við bara að þessu vegna þess að við fáum borgað fyrir það :-) Reyndar hefur Vantrú aldrei fengið krónu frá opinberum aðilum eða fyrirtækjum. Einstaklingar hafa styrkt félagið, fyrst og fremst meðlimir Vantrúar en einnig eru dæmi um að fólk sem ekki er í félaginu hafi gaukað að okkur pening, ég man eftir einu tilviki þar sem við fengum fimm þúsund krónur.

Æi, hvað er hægt að segja um þetta lið? :-)

(séð á spjallborði Vantrúar)

samsæriskenningar
Athugasemdir

Jón Magnús - 27/05/10 11:46 #

Þetta er mögnuð vefsíða - þetta rennur allt saman í sama samsæriskenningagrautinn hjá þeim. Allt í einu ert þú orðinn Vantrú og á launum hjá opinberum stofnunum.

Óli Gneisti - 27/05/10 12:41 #

Það sem mér finnst áhugaverðast við þessa síðu er að þeir ná einhvern veginn að trúa öllum brjáluðu samsæriskenningunum. Flestar svona síður halda sig annað hvort hægri eða vinstri sinnaðar kenningar en þeir þarna taka allan skalann.

Dóri - 27/05/10 13:02 #

Þeir eru bara grófir þessir gaurar. Halda t.d. að nektarskannar á flugvöllum taki nektarmyndir:) Síðan trúa þeir líka að gjaldþrot vestrænna ríkja tengist á einhvern hátt vafasömum bankamönnum og pólitískri spillingu. Hvað á maður að segja um svona rugludalla?

Matti - 27/05/10 14:40 #

Já, ef það væri nú allt.

Matti - 27/05/10 17:46 #

Björn I. í athugasemd á Kryppa

...Ég tel það líklegra að flestir líti á Vantrú svipuðum augum og menn horfa á þennan miðil, þ.e. sem einhverja rugludalla. Ég leyfi mér líka að efast um að almennt sé horft til Vantrúar sem aðila sem skipti miklu máli í umræðunni yfir höfuð...

Vá, takk.

Óli Gneisti - 27/05/10 19:14 #

Ég á alltaf erfitt með að skilja þennan biturleika hjá honum. Ég man ekki eftir öðru en við höfum alltaf komið vel fram við hann.

Matti - 27/05/10 19:28 #

Ég segi það sama, skil ekkert í þessu. Fór yfir allar gamlar umræður sem hann tók þátt í á spjallinu í den - sá ekkert sem gætu hafa valdið uppnámi - hafði sjálfur aldrei rökrætt við hann um nokkuð atriði.

Matti - 28/05/10 07:56 #

Áfram heldur Björn:

magus : Að ræða við Vantrúarmeðlim um svínaflensuna gefur þér álíka mikið og að ræða við vott um blóðgjafir. Menn eru bara sannfærðir og það er ekkert að fara að breytast.

Vantrú er samt ákaflega viðkunnalegur félagsskapur að mestu sem meikar mikinn sens. Stofnmeðlimir eru kannski svolítið ruglaðir, þá sérstaklega einn þeirra, en maður þarf bara að kunna að velja út ruglið hverju sinni.

Hvenær hefur hann rökrætt við einhvern í Vantrú um svínaflensuna?

Tinna - 28/05/10 14:36 #

Ad trua engu hljomar mjog heimskulega fyrir mer i ljosi thess ad augljoslega bjo eithvad allan alheimin til!! annars vaerum vid ekki her til daemis.. kanski vantru seu afleidingar thess sem alex jones og david icke kalla mind control methods…

o_O

Óli Gneisti - 13/06/10 13:54 #

“Frjálst kynlíf” er eitt mikilvægasta skrefið í átt til Satanisma.

Tinna - 13/06/10 22:42 #

Hin ýkta áhersla á kynlíf/rómantíska ást í samfélaginu er merki um afvegleiðingu fjöldans og sataníska andsetu.

Viðbrögð mín við kryppugreinum, eins og alltaf, eru best tjáð með þessu einfalda svipbrigðatákni: o_O

Tinna - 13/06/10 22:43 #

Djö...þetta "eru" lenti öfugu megin við innskotið.