Örvitinn

Kastljós í gær

Nokkrir punktar um Kastljós í gær:

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 29/05/10 10:34 #

Mikið vildi ég að Sóley hefði komist fyrr svona að og reyndar að Jón Gnarr hefði oftar þurft að svara spurningum.

Matti - 29/05/10 11:01 #

Stjórnendur þáttarins voru ragir við að ganga á Jón Gnarr, voru mun harðari við aðra frambjóðendur.

Haukur - 29/05/10 11:21 #

Mér sýnist að þú gætir gert orð Goldwaters að þínum, Matti:

I would remind you that extremism in the defense of liberty is no vice. And let me remind you also that moderation in the pursuit of justice is no virtue.

Ég er sammála eiginlega öllu sem þú segir.

Dagur virðist virkilega hafa pælt mikið í þessu með atvinnumálin og ég vona að eitthvað af þeim plönum komist til framkvæmda.

Mér fannst Sóley virka bæði skynsöm og aðlaðandi og mér er sem fyrr fyrirmunað að sjá skynsamlega skýringu á því hvers vegna fólk hatast við hana.

Hanna Birna var nokkuð góð og hinum frambjóðendunum tókst ekki að hrekja með sannfærandi hætti að hún hafi staðið sig vel.

Baldvin kom betur út en hans framboð hefur gert áður. Ekki hef ég samt mikla trú á þeirra plönum. Það var sniðugt hjá honum að viðurkenna að þetta "hljómaði svolítið 2007" og hann virkaði ekki frekur eða reiður.

Ólafur er samur við sig en hefur þó verið verri. Hann gekk of langt í frammíköllum en sum áttu þó e.t.v. rétt á sér ("Bíddu, er það ekki ríkið sem byggir fangelsi?").

Einar var nokkuð þokkalegur á köflum. Gaman að hann skyldi koma opnum hugbúnaði að þarna.

Ég varð fyrir vonbrigðum með Jón Gnarr. Hann virtist hvorki hafa neitt skynsamlegt né neitt sniðugt að segja. Hann virkaði ekki einu sinni hugmyndaríkur heldur staglaðist á sömu langsóttu fangelsishugmyndinni. Hann var eiginlega bestur þegar hann var hógværi maðurinn sem viðurkenndi að hann vissi ekki allt og þyrfti að skoða málin betur ("Ég hef aldrei flutt flugvöll.") En ég hugsa nú að hann geri sitt besta ef hann verður borgarstjóri.

Matti - 29/05/10 11:24 #

Góður punktur með opna hugbúnaðinn, það var fínt innlegg hjá Einari.

Ég gleymdi Hönnu Birnu en þarf svosem lítið að segja. Mér fannst hún sleppa nokkuð ódýrt frá þættinum - hefði alveg þurfa að svara fyrir það þegar þau gerðu Ólaf F. að borgarstjóra og stungu hann svo í bakið.

Haukur - 29/05/10 12:10 #

Það virðist annars dálítið mótsagnakennt hvernig orsakasamhengið milli kosninganna og komandi meirihluta er. Fyrst vinstri-flokkarnir vilja ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum er ljóst að Besti flokkurinn verður að fá að vera með. Jón Gnarr vill verða borgarstjóri, til þess að ná því markmiði er eðlilegast að ganga til samstarfs með minni flokki en ekki stærri flokki eða jafnstórum. Skoðum þá þrjú tilfelli sem dæmi:

a) Gnarr-sigur. Æ = 7, V = 1, S = 3, D = 4. Þarna getur Æ starfað með hverjum sem er og krafist borgarstjórastóls.

b) Dags-sigur. Æ = 5, V = 1, S = 5, D = 4. Þarna væri trúlega auðveldara fyrir Æ að fá stólinn í samstarfi við D, varla þó allt kjörtímabilið.

c) Hægri-sigur. Æ = 5, V = 1, S = 2, D = 6, B = 1. Þarna myndi Æ væntanlega mynda vinstri-stjórn og fá stólinn þar.

Auðvitað eru þetta ekki allir möguleikarnir og forsendur geta breyst en það er samt eins og vænlegasta leiðin fyrir Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn til að komast í borgarstjórn sé að ganga illa í kosningunum.

-DJ- - 29/05/10 14:37 #

Ég er líka nokkuð sammála þessu. Mér fannst þó Einar afspyrnu slakur. Bæði átti hann erfitt með að tjá sig en eins komu bara innantómir frasar upp úr honum.

Það verður auðvitað missir af gjammaranum ef hann sleppur ekki inn að þessu sinni. En hann getur þá alltaf tekið að sér að stjórna þáttum í sjónvarpi, ætli hann hafi ekki spurt jafn margra spurninga í gær eins og stjórnendurnir.

Arngrímur - 29/05/10 18:18 #

Já, Einar var ekki að standa sig. Honum tókst ekki að skýra einu konkret hugmyndina sem hann hafði, opinn hugbúnað, svo þeir sem ekki skilja hugtakið gætu áttað sig á hvað hann væri að fara.

Sigurdór - 29/05/10 22:03 #

Góð samantekt. Frekar sammála þér.