Örvitinn

Það sem af er degi

Inga MaríaFórum í Versali í dag og horfðum á fimleikasýningu hjá Gerplu þar sem Inga María æfir fimleika. Mættum nokkuð tímanlega en samt var afskaplega myndarleg röð þegar við komum enda allt fullt af fólki og erfitt að fá sæti, við sátum í stigaganginum á áhorfendapallinum.

Þessar sýningar Gerplu eru afskaplega flottar, greinilega mikil vinna sem hefur verið lögð í þetta. Ekkert kostar inn en ég styrkti félagið um smáaur þegar við fórum. Sýningin í ár byggir á Lísu í undralandi. Inga María var ein af fjölmörgum drottningum.

Fórum í kaffi í Garðabæ, ræddum kosningar, Eurovision og hjónabönd samkynhneigðra. Alltaf gaman að því.

Ég ætla að rölta bráðlega og kjósa í Ölduselsskóla. Skoða hverfið aðeins í leiðinni. Er búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa. Nei, ég var ekki löngu búinn að ákveða það.

dagbók