Örvitinn

Göngutúr í Seljahverfi

Röltum á kjörstað í Ölduselsskóla rétt rúmlega fimm og fórum smá hring um hluta hverfisins í leiðinni Ég tók myndir. Ég verð að segja að ég get ekki tekið undir allt sem Bjarni skrifar. Reyndar erum við svo heppin að búa frekar nálægt matvörubúð og sjoppu. Hinum megin, austan við Ölduselsskóla er orðið ansi langt í búð.

Vissulega er veggjakrot hér og þar en mér finnst samt ekki rétt að segja að hverfið sé í niðurníslu - þvert á móti finnst mér það frekar huggulegt.

Þetta verður vonandi komið í lag áður en sumarið er búið.

dagbók
Athugasemdir

Tinna - 30/05/10 02:34 #

Ég held að þið ættuð að prísa ykkur sæl - hefurðu labbað um Fellahverfið nýlega?

Matti - 30/05/10 12:35 #

Hjólaði þar í gegn nýlega en hef ekki skoðað það vel. Ætti kannski að rölta þar um með myndavél. Fellahverfið er a.m.k. með góðan bakgarð.