Örvitinn

Stjórnmál og leiðindi

Stjórnmál eru rosalega leiðinleg segir Jón Gnarr.

Þegar maður er fullorðinn þarf maður að gera ýmislegt óskaplega leiðinlegt. Stjórnmálamenn verða að taka leiðinlegar ákvarðanir sem margir verða ósáttir með. Ég á eftir að sjá hvernig Jón Gnarr og kó munu fara að því.

"Burt með leiðindin og inn með gleði" segir Jón Gnarr eins og níu ára barn sem vill ekki læra heima og reynir að rökræða við foreldri. Nei, þú þarft að læra heima segir sá leiðinlegi. Þegar það er búið máttu fara út að leika.

pólitík
Athugasemdir

Sævar Helgi - 30/05/10 13:06 #

Það er hins vegar hægt að gera heimalærdóm og uppvask og annað leiðinlegt skemmtilegra og gleðilegra, t.d. með því að vera jákvæðari og bjartsýnni. Það er hægt að gera leiðinlega hluti enn leiðinlegri með sífelldri neikvæðni og svartsýni.

Stjórnmál geta verið hundleiðinleg, en þurfa þau að vera svona leiðinleg? Ég bara spyr, því viðfangsefni þeirra eru að tryggja það að líf okkar sé einfaldara og ánægjuríkara, að börnin okkar hafi það gott og eigi bjarta framtíð fyrir sér. Það geta ekki verið leiðinleg viðfangsefni.

Ef eitthvað vantar á Ísland í dag, þá er það meiri gleði og jákvæður áhugi til að byggja upp gott samfélag. Þetta hefur orðið óskaplega óbærilega leiðinlegt eftir að allt hrundi og því þarf að breyta, annars óttast ég að við verðum enn lengur í eymd og volæði.

Mér finnst lífið frábært, en stjórnmálamenn (úr öllum flokkum) hafa síðustu misseri verið óskaplega duglegir að draga alla gleði úr manni.

Mínar tvær krónur. Ég er ekki Reykvíkingur og kaus því ekki Besta flokkinn.

Matti - 30/05/10 13:08 #

Vissulega er þetta stundum spurning um viðhorf.

En hvað þegar þarf að taka erfiða ákvörðun?

Mér finnst lífið frábært, en stjórnmálamenn (úr öllum flokkum) hafa síðustu misseri verið óskaplega duglegir að draga alla gleði úr manni.

Er það ekki vegna þess að stjórnmálamenn hafa síðustu misseri þurft að glíma við gríðarlega erfið og leiðinleg verkefni?

Hvernig hefði Jón Gnarr leyst þessi vandamál?

Sævar Helgi - 30/05/10 14:18 #

Jú, og ég dauðvorkenni þeim stundum að þurfa að standa í þessu. En það er hægt að takast á við þessi verkefni án þess að draga alla bjartsýni og kraft úr fólki. Mér þykja stjórnmálamenn allra flokka standa sig illa við að hvetja fólk áfram. Við þurfum jú að standa saman í þessu og allir að leggja sitt af mörkum.

Ég efast stórlega um að Jón Gnarr myndi leysa þetta eitthvað betur, en það mættu gjarnan heyrast jákvæðari raddir.

Kannski er ég bara naív, en ég trúi ekki öðru en að það sé hægt að glíma við vandamálin með jákvæðara hugarfari en nú er gert.

Matti - 30/05/10 14:20 #

Bjartsýni er góð, ég mæli með henni :-)

Ég held samt að það hljóti að vera rosalega erfitt að vera bjartsýnn um leið og maður reynir að leysa t.d. Icesave málið á sama tíma og allir pota í mann, maður er sakaður um landráð og svo framvegis.

En það er ekkert í stöðunni annað en að bíða og sjá og vona að Reykjavík verði ekki nær gjaldþrota eftir 3-4 ár.

Kristín Kristjánsdóttir - 30/05/10 14:27 #

Já það er orðið allt of langt síðan stjórnmálamenn leyfðu sér partístand og gleði við stjórnvölinn.

Það hefur ekki gerst síðan 2007.

;)

Arnold - 30/05/10 16:38 #

"En það er ekkert í stöðunni annað en að bíða og sjá og vona að Reykjavík verði ekki nær gjaldþrota eftir 3-4 ár."

Það hefði verið staðan hvort eð er þó ekkert "Besta Flokks" framboð hefði komið fram. Það er fínt fólk á listanum með Jóni. Óttar Proppe er top maður með reynslu af rekstri. Sama má segja um Einar Örn sem hefur verið í nýsköpun síðustu ár. Mér líst vel á Baggalútinn sem er tölvunarfræðingur. Mér finnst full lang gengið í að tala um að þetta fólk séu tómir vitleysingar. Og þó menn spli rokk í frístundum þá þarf það ekki að þýða að því sé ekki treystandi. Eða er fólk svo yfirborðskennt ennþá að það kjósi bara Jakkaföt í stjórnmál? Er er kominn tými á að fólk eyði stereotípunum úr haunsum á sér.

Matti - 30/05/10 18:01 #

Það hefði verið staðan hvort eð er þó ekkert "Besta Flokks" framboð hefði komið fram.

Af hverju segir þú það?

Mér finnst full lang gengið í að tala um að þetta fólk séu tómir vitleysingar.

Hver hefur sagt það? :-)

Eða er fólk svo yfirborðskennt ennþá að það kjósi bara Jakkaföt í stjórnmál?

Ertu þá t.d. að tala um "jakkafötin" í Vg?

Er er kominn tými á að fólk eyði stereotípunum úr haunsum á sér.

Jú, mér sýnist það.

Er of mikið að fara fram á að stjórnmálaflokkar hafi stefnu? Að þeir segi hvað þeir ætli að gera eða hvað þeir standa fyrir?

Arnold - 30/05/10 18:26 #

Reykjavíkurborg eins og önnur sveitafélög eru í erfiðum málum með fjármálin. Besti flokkurinn þarf ekkert að gera það verra.

Víða hef ég séð ýjað að því að þetta sé algjörlega vanhæft fólk og jafnvel vitleysingar. Ég var ekki að segja að þú hefðir sagt það.

Já reyndar eru VG svona dæmigerðir pólitíkusar flestir (Jakkaföt). Búnir að fara í gegn um ungliðahreyfingar í uppeldisbúðir þar sem þeim er kennt að vera stjórmálamenn. Þau eru alla vega ekki rokkarar um helgar :)

Hvenær hefur skipt máli að flokkar hafi stefnu? Ég hef kosið í gegn um tíðina flokk með stefnu. Stefnunni hefur ekki verið fylgt. Til hvers var þá stefnan? Mér sýnist þetta vera eins með flesta flokka. Það er blæbrigða munur á íslenskum flokkum þegar kemur að framkvæmdum. Stefna á blaði er einskins virði orðið finnst mér. Að BF hafi ekki stefnu finnst mér ekki mikið vandamál. Ég held að t.d. ættu flokkar ferkar að tefla fram heiðarlegu og sanngjörnu fólki ferkar en stefnu. Fólki sem afgreiðir málin af skynsemi og sanngirni frekar en hagsmunum flokksins og vina sinna. XD teflir t.d fram öllu sama liðinu og var á síðasta kjötímablili. Framganga þeirra er algjörleg fráleit. Ég er mest hissa að þessi flokkur hafi fengið yfir 30%. Sama á við um SF og VG.

Gefðu Bestaflokkinum 6 mánuði áður en þú afgeiðir þá sem vondann kost. Og þó Jón Gnarr fari í taugarnar á þér að á eru þarna 5 aðrir einstaklingar. Auk þess eiga þau eftir að sttarfa með ATVINNU pólitíkusum í samstarfsflokknum. Þeir væntanlega munu hafa vit fyrir þeim. Það getur vel verið að þau eigi eftir að drulla upp á bak. En það er allt í lagi að gefa þeim tækifæri. Þetta hefur svo sem ekki verið neitt svakalega glæsilegt í borginni á síðasta kjötímabili. En mér kemur þetta svo sem ekkert við. Ég bý ekki í borginni :)

Matti - 30/05/10 21:18 #

Já reyndar eru VG svona dæmigerðir pólitíkusar flestir (Jakkaföt). Búnir að fara í gegn um ungliðahreyfingar í uppeldisbúðir þar sem þeim er kennt að vera stjórmálamenn.

Ég held þú sért að misskilja eitthvað Arnold. Ég held þetta eigi ekki við einn einasta frambjóðanda VG í Reykjavík.

Hvenær hefur skipt máli að flokkar hafi stefnu?

Það skipti svo sannarlega á máli á Íslandi síðasta áratug. Sjálfstæðisflokkurinn hafði tiltekna stefnu, framfylgdi henni og...

Í borginni var Sjálfstæðisflokkurinn við það að selja hluta af OR þegar VG (flokkur með aðra stefnu) stoppaði málið.

Gefðu Bestaflokkinum 6 mánuði áður en þú afgeiðir þá sem vondann kost

Ég neyðist til að gefa þeim fjögur ár og það getur orðið afskaplega dýrt. Mér hefði þótt eðlilegt að þessir grínarar hefðu a.m.k. gefið í skyn hvað þær standa fyrir. Það gerðu þeir ekki endu vissu þeir að frægðin og grínið var nóg til að hala inn atkvæði. Hvað svo? Ég hef ekki hugmynd, þú hefur ekki hugmynd og það sem verra er, þau hafa ekki hugmynd.

Ég fylgist með af áhuga vegna þess að það mun þurfa að taka afskaplega erfiðar og leiðinlegar ákvarðanir í borgarstjórn Reykjavíkur á næstunni.

Arnold - 31/05/10 06:54 #

Sjálfstæðisflokkurinn hefur framfylgt hluta af stefnu sinni og henni hafa þeir framfylgt á skjön við grunnhugsjón flokksins. Hverjir hafa aukið rískiusvif meira en nokkur annar? Hverjir hafa dregið lappirnar í mannréttindamálum meira en nokkur annar flokkur? Hverjir hafa staðið í vegi fyrir frelsi einstaklingsins í ríku mæli? Allt á þetta við um XD. Það stendur eitthvað allt annað í stefnu flokksins. Flokkurinn er bara hagsmunabandalag sem vikur frá prinsipum ef þess þarf. Þess vegna er stefna hans einskins virði.

Varðandi hitt sem þú skirfar skal ég bara segja OK.

Matti - 31/05/10 09:09 #

Það var stefna Sjálfstæðisflokksins að einkavæða alla banka og önnur fyrirtæki ríksins sem gáfu arð. Þeir framfylgdu þeirri stefnu og komu í gegn.

Flokkurinn er bara hagsmunabandalag sem vikur frá prinsipum ef þess þarf.

Ég skal alveg samþykkja þetta um Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel Framsóknarflokkinn, en ég sé ekki að þetta sé hægt að heimfæra upp á hina. Aftur á móti hefur það tekist í umræðunni með stöðugt tal um "fjórflokkinn" þar sem reynt er að klína skítnum á þá alla í einu - þó ljóst sé að sökin dreifist ekki jafnt.

Arnold - 31/05/10 19:22 #

Það var stefna flokksins að einkavæða. En það var ekki stefna flokksins að einkavæða með þeim hætti sem þeir einkavæddu bankana. Alla vega ekki opinber stefna en sennilega stefna forvígismann flokksins.Spilling var ekki á stefnuskránni en flokkur var/er engu að síður svo gegnsýrður af spillingu að það háir honum í öllu eðlilegu starfi.

Ég myndi bæta við Samfylkingunni í hóp hagsmunabandalaganna. Það er ekki spurning í mínum huga. Vg er ekki er ekki í þeim hópi, ég get verið sammál því.

Sindri G - 31/05/10 21:35 #

Matti, bankar hafa verið einkavæddir víða, án þess að allt færi í steik. Ég nefni sem dæmi Ástralíu og Kanada (þar sem íhaldsmenn eru og hafa verið í stjórn). Aðal munurinn er að þeir hafa regluverk (t.d. aðskilja þeir viðskiptabanka frá fjárfestingarbönkum) og eftirlit. Það varð aldrei neikvæður hagvöxtur í Ástralíu þrátt fyrir einkarekna banka.

Matti - 31/05/10 21:37 #

Bankar á Íslandi voru ekki "einkavæddir", þeir voru einkavinavæddir. Á þessu er mikilvægur munur.

Sindri G - 31/05/10 21:37 #

Það er flugufótur fyrir því að hafa VG með í fjórflokknum, þar sem flokkurinn kemur upp úr Alþýðubandalaginu og allt það. Hins vegar er það hárrét að það sé ósanngjarnt að kenna þeim um hrunið. Þeir eru eini fjórflokkurinn sem ekki er hægt að sakast við.

Sindri G - 31/05/10 21:38 #

@ Matti. Sammála varðandi einkavinavæðinguna.