Örvitinn

Hvar búa borgarfulltrúar?

Ég fór að velta því fyrir mér hvernig nýja borgarstjórnin hér í Reykjavík er skipuð. Fletti upp heimilisföngum borgarfulltrúa á kosningavef Dóms og mannréttindaráðuneytis og merkti (ekkert gríðarlega nákvæmt) á korti sem ég stal af Borgarvefsjá. Eins og sjá má búa þeir við miðbæinn með þremur fjórum undantekningum. Einar Örn býr lengst frá ráðhúsinu og Björk Vilhelmsdóttir næstlengst. Sjálfstæðisflokkur er dökkblár á myndinni, Samfylking rauð, VG græn og Besti flokkurinn ljósblár. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

heimili_borgarfulltrua_litil.png

Það væri fróðlegt að finna út "miðju" borgarfulltrúanna.

Ýmislegt
Athugasemdir

Svenni - 31/05/10 13:00 #

þess vegna er nauðsynlegt að hafa flugvöll og sjúkrahús í miðbænum

Matti - 31/05/10 13:02 #

Helvíti varstu snöggur :-)

Haukur - 31/05/10 13:15 #

Fínn póstur!

Bragi Skaftason - 31/05/10 13:19 #

Vantar ekki einn Sjallann?

Matti - 31/05/10 13:21 #

Jú, þeir eru fimm. Laga þetta.

Það var Þorbjörg Helga sem ég hafði gleymt - hún er nágranni Hönnu Birnu í Fossvoginum.

Ingibjörg - 31/05/10 13:40 #

Er ekki VG grænn hjá þér?

Matti - 31/05/10 13:41 #

Jú einmitt, ég lagaði textann :-)

Sindri G - 31/05/10 13:56 #

Gott að búa nálægt vinnunni.

Óli Gneisti - 31/05/10 14:17 #

Það væri áhugavert að bæta við varaborgarfulltrúunum líka.

Matti - 31/05/10 14:19 #

Ég skal kíkja á það í kvöld.

Henrý Þór - 31/05/10 14:59 #

Er þetta ekki frábært mál? Minnkar kolefnisnotkun að búa nálægt vinnustað. Oj, hvað Einar Örn er mikill umhverfissóði, uss.

Svo hefur misvægi atkvæða til alþingiskosninga lengi verið heilög kýr á Íslandi. Ekki mátt hrófla við landsbyggðarþingmönnum. Nú er Reykjavík sá petri diskur sem þarf til að sýna að þjónusta við íbúa Laugardals drabbist ekki niður þótt enginn borgarfulltrúi búi þar.

Reyndar býr enginn landsbyggðarþingmaður á landsbyggðinni, strangt til tekið. Þeir búa allir í Reykjavík og nýta sér þjónustu þess sveitarfélags, en borga svo útsvar heim í hérað. Þetta gerði ég líka lengi vel þegar ég bjó í Reykjavík. Svona er innrætið í okkur dreifurunum.

Matti - 31/05/10 15:36 #

Tja, ég hef engan dóm fellt. Eflaust er þetta hið besta mál. Einar Örn hlýtur að taka strætó.

Haukur - 31/05/10 16:02 #

Einar Örn hlýtur að taka strætó.

Og Sjallarnir í Fossvoginum hljóta að vera með "car pool".

Guðlaugur Örn - 31/05/10 18:16 #

Ég vona að þetta þýði ekki að Seljahverfið haldi áfram að breytast í skítugt gettó... eins og hefur verið raunin síðustu 10 ár eða svo.

Skelfilegt að sjá útlitið á þessu frábæra hverfi og vonandi setur ný borgarstjórn smá metnað í úthverfin.

Henrý Þór - 31/05/10 19:36 #

Það er svo reyndar spurning að vera með borgarstjórabústað og hafa það blokkaríbúð í Fellunum? :) Búa ekki [fyrrum] auðkýfingar í Seljunum, eins og t.d. Jakúp?

Matti - 31/05/10 20:28 #

Jakúp á raðhús beint á móti mér. Hann flutti reyndar þaðan fyrir nokkrum árum í annað hús held ég. Nú býr hann í Kína.

Henrý Þór - 01/06/10 01:33 #

Mér fannst Seljahverfið sjarmerandi þegar ég bjó fyrir sunnan, tók oft leigara þarna til að fara á hverfispöbbinn. Þó ég byggi niðri við Granda. Finnst alltof lítið af hverfispöbbum á Íslandi.