Örvitinn

Benítez farinn frá Liverpool

Æi, best ég segi sem minnst meðan sumir fagna (í athugasemdum þarna og við fyrri færslu). Margir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað klúbburinn er í djúpum skít og að Benítez hafði hagsmunu félagsins í huga, ekki þessara andskotans "eigenda" sem eru að blóðsjúga Liverpool. Fólk virðist heldur ekki átta sig á því uppbyggingarstarfi sem hann hefur verið að vinna síðustu ár, það má búast við því að margir starfsmenn fylgi Benítez á nýjan stað.

Gagnrýnin á Benítez hefur að mestu leyti verið algjört rugl þó vissulega hafi ýmislegt verið athugavert. Ég var samt óskaplega þreyttur á bulli um að hann hefði eytt miklum peningum í leikmenn, bolað Alonso í burtu eða að svæðisvörn væri ekki að virka.

Ég sé satt að segja ekkert jákvætt í stöðunni. Held að klúbburinn stefni í meðalmennsku ef ekki koma til nýir fjársterkir eigendur sem eru tilbúnir að borga fáránlegt yfirverð. Benítez fékk ekki að eyða krónu síðustu tvö ár, sé ekki að nýr stjóri fái mikið fé til að kaupa leikmenn. Held þvert á móti að sterkir leikmenn verði seldir og peningarnir notaðir til að greiða niður skuldir.

boltinn
Athugasemdir

Kristinn - 03/06/10 16:14 #

Ég held að þetta sé nákvæmasta greiningin á þessu ástandi sem ég hef lesið í dag.

Því miður.

Kristján Atli - 03/06/10 16:15 #

Sammála þér. Ég skil óskaplega illa þá sem halda að nú verði allt gott hjá félaginu, af því að feiti, ljóti Rafa er farinn. Eins og hann einn og sér hafi verið vandamálið.

Menn sem halda það eiga skilið það sem er framundan hjá félaginu. Því miður.

Matti - 03/06/10 16:30 #

Ég hefði getað bætta við þetta að í samningi Benítez kom fram að hann hafði síðasta orðið um öll leikmannaviðskipti, það var ekki hægt að selja leikmenn félagsins án hans samþykkis.

Nú geta eigendur félagsins selt hvern sem þeir vilja og gert það sem þeim hentar við aurinn.

Jón Magnús - 03/06/10 17:06 #

Tek undir með þér, þetta verður að öllum líkindum meðalmennska næstu árin... :(

Stefán - 04/06/10 00:32 #

Rétt er það að Benitez eyddi ekki krónu en hversu mörgum pundum eyddi hann í leikmannakaup. Johnson og Aqualani kostuðu hátt í 40 milljónir punda.

Þeim 40 milljónum hefði verið hægt að eyða á öllu skynsamari og árangursríkari hátt.

Johnson hefur reyndar staðið sig vel, ætla ekki að segja annað... En við vorum með solid bakvörð fyrir. Þannig að þetta var staða sem aldrei þurfti að styrkja. Alla vega átti ekki að vera í forgangsröðun.

Hví keypti Rafael ekki framherja fyrir þesssar 40 milljónir punda?? Vissi hann ekki örugglega meiðslasögu Torres hjá liðinu?

Hví keypti hann ekki sterkari leikmann í stöðuna fyrir aftan Torres til að leysa Gerrard af? Eða að kaupa kantmann? Allar þessar stöður þurfti sárlega að styrkja en Rafa valdi að eyða engu af þessum tæpu 40 milljónum í stöður sem þurfti að styrkja. Hann keypti mann í stöðuna sem einn sá traustasti var fyrir í.

En þið innanbúðarmenn í LFC eruð kannski betur að ykkur en ég. Virðist hafa inside sem hinn almenni Liverpool maður hefur ekki í sama mæli.

Liverpool kveðjur

Matti - 04/06/10 00:56 #

En við vorum með solid bakvörð fyrir

Sem átti ár eftir af samningi sínum og fór fram á sölu til Real Madrid.

Alonso fór fram á sölu, hann gat fengið miklu hærri laun (eftir skatta) á Spáni.

Stór hluti af kaupverðinu á Johnson var ekki greiddur með beinhörðum peningum heldur með niðurfellingu skuldar, Portsmouth var ekki enn búið að greiða fyrir Crouch.

Hví keypti Rafael ekki framherja fyrir þesssar 40 milljónir punda??

Vegna þess að liðinu vantaði miðjumann og hægri bakvörð. Auk þess voru þetta ekki 40 milljónir punda.

Einungis 5 milljónir voru greiddar fyrir Aqualani þegar kaupin fóru fram. Kaupin á Alonso voru staðreidd.

Vissi hann ekki örugglega meiðslasögu Torres hjá liðinu?

Vissur þú að Torres yrði meiddur stóran hluta tímabilsins? Ekki vissi ég það. Hver er eiginlega meiðslasaga hans.

Hví keypti hann ekki sterkari leikmann í stöðuna fyrir aftan Torres til að leysa Gerrard af?

Af hverju í ósköpunum hefði hann átt að gera það? Gerrard stóð sig afskaplega vel tímabilið á undan, það gat enginn séð að hann myndi drulla upp á bak á þessu tímabili. Auk þess eru leikmenn í hópnum sem geta leyst þessa stöðu.

Eða að kaupa kantmann?

Hvaða kantmann? Fyrir hvaða pening?

Í fyrsta lagi, þá eyddi Benitez ekki nær 40 milljónum punda fyrir tímabilið - það er rangt hjá þér.

Í öðru lagi, þá vildi Benítez t.d. kaupa sterkan miðvörð fyrir 5-6 milljónir, stjórnin lét hann fá eina og hálfa.

Já, ég sé ekki betur en að ég sé töluvert betur að mér um þessi mál en þú og hef ég þó engar innanbúðarupplýsingar heldur fylgist einfaldlega með umræðunni um Liverpool. Þetta eru ekki leyniupplýsingar.

Kristján Atli - 04/06/10 02:30 #

Skrifaði 2000-orða færslu sem er eiginlega bara nánari útfærsla á þessari færslu þinni, Matti. Sjá Kop.is.

Fékk orð þín hér að ofan að láni, enda eru þau góð. ;)

Matti - 04/06/10 09:09 #

Flott grein.

Stefán - 04/06/10 10:44 #

Eftir stendur að það var engin ástæða til að kaupa bakvörð þegar Arbeloa var til staðar. Eitt ár eftir af samningi, so what? Hví ekki að láta hann spila út næsta tímabil og kaupa í stöðu sem ÞURFTI að styrkja.

Vissulega vildi hann fara... En hverjum er ekki sama? Var hann ekki samningsbundinn?

Þá segja e-r að maðurinn myndi fara í fýlu og spila illa... Já einmitt! Þegar HM var sumarið eftir tímabilið. Líklegt að menn færu að spila illa það tímabil og missa af Heimsmeistaramóti.

Staðreyndin er sú að það var engin ástæða að selja hann. Hvað þá þegar forgangsröðunin átti að vera þannig að styrkja hefði átt aðrar stöður fyrst.

N´Gog var t.d. eini vara framherji LFC... Segir það ekki mikið um hveru mikilvægara og þarfara það var að styrkja framherjastöðuna??

Við getum farið út í Alonso á sama hátt.. Það þurfti ekki að selja hann þótt hann hafi viljað fara.. Skrifuðu þessir menn ekki undir samning? Og ég ítreka. Hví ætti maður sem vill spila á HM að leika illa tímabilið fyrir keppnina?

Hvaða kantmann? Fyrir hvaða pening Nú t.d. þann pening sem fór í Johnson... Það var nógu eytt síðasta sumar (þó innkoman hafi verið sú sama þá var borgað hellingur í leikmannakaup - eða tæpar 40 milljónir, kannski að kaupa kantmann fyrir e-ð að þeim tæpu 40 mills??)

Torres var líka meiddur árið á undan, reyndar ekki eins mikið. En það breytir því varla að þú ferð ALDREI í tímabil með N´Gog sem striker nr. 2 og engann annan í þeirri stöðu.

Hví ætti hann að kaupa í stöðuna hans Gerrard? Bíddu þarf Gerrard aldrei hvíld? Spilar hann alla leiki? Meiðist hann aldrei? Ef sterkur leikmaður hefði verið keyptur í stöðuna hans SG þá hefði Gerrard t.d. getað spilað líka aftar á miðjunni ef þörf hefði verið á. Þannig kaup hefðu aukið breidd liðsins mikið og aukið möguleika. Eitthvað sem brýn þörf var á seinasta vetur en RB hafði nær enga úrkosti framarlega á vellinum.

Kveðja

Matti - 04/06/10 10:52 #

Eftir stendur að það var engin ástæða til að kaupa bakvörð þegar Arbeloa var til staðar.

Hann var ekki til staðar, hann vildi fara. Það er misskilningur hjá þér að hægt sé að neyða menn til að fara vera áfram.

Auk þess held ég að Glen Johnsson sé helvíti góður enskur hægri bakvörður.

N´Gog var t.d. eini vara framherji LFC

Babel, Voronin og Kuyt!

Við getum farið út í Alonso á sama hátt.. Það þurfti ekki að selja hann þótt hann hafi viljað fara.. Skrifuðu þessir menn ekki undir samning? Og ég ítreka. Hví ætti maður sem vill spila á HM að leika illa tímabilið fyrir keppnina?

Alonso fór fram á sölu. Real Madrid borgaði 30 milljónir í peningum. Þetta var "góð" sala.

þá var borgað hellingur í leikmannakaup - eða tæpar 40 milljónir,

Klúbburinn greiddi ekki 40 milljónir. Reyndu að átta þig á því. Liverpool borgaði svona 10 milljónir, restin er útistandandi eða fór upp í skuld. Heldur þú að okkur myndi ganga vel að fá greiðslu frá Portsmouth í dag?

Torres var líka meiddur árið á undan, reyndar ekki eins mikið. En það breytir því varla að þú ferð ALDREI í tímabil með N´Gog sem striker nr. 2 og engann annan í þeirri stöðu.

Babel, Voronin og Kuyt!

Hví ætti hann að kaupa í stöðuna hans Gerrard? Bíddu þarf Gerrard aldrei hvíld? Spilar hann alla leiki? Meiðist hann aldrei?

Benayoun og Kuyt hafa báðir spilað stöðuna hans Gerrard. Ég minni á að Benayoun var einn allra besti leikmaður Liverpool tímabilið á undan. Að mínu mati hefði það verið peningasóun að fjárfesta í backup fyrir Gerrard.

Auk þess virðist þú ekki gera þér grein fyrir því að Liverpool klúbburinn hefur ekki efni á að greiða mönnum sem sitja á bekknum há laun. Crouch fær miklu hærri laun fyrir að sitja á bekknum hjá Tottenham heldur en hjá Liverpool.

Staðreyndin er að klúbburinn hefur undanfarin ár þurft að selja leikmenn áður en nýir eru keyptir. Staðreyndin er að margir klúbbar eru með hærri launakostnað.

Stefán - 04/06/10 11:03 #

Ok við erum greinilega með strangtrúarmann Benitez hérna.

Ég ítreka. Maðurinn var á samningi. Það þurfti ekki að selja hann. Neyða hann til að vera? Var hann ekki á samningi? Skrifaði hann ekki sjálfur undir hann. Misskilningur hjá mér?

Liverpool átti að segja "nei".

Færi Arbeloa þá í fýlu? Já eflaust. En myndi hann leika illa næsta tímabil þegar hann er að berjast um sæti í spænska landsliðshópnnum fyrir HEIMSMEISTARAMÓTIÐ???? NEI það myndi hann ekki gera. Hví ætti hann eiginlega að vilja missa af því móti? Þetta er enginn misskilningur hjá mér.. Lið neita leikmönnum um að fara all the time. Bayern t.d. með Ribery, skipti eftir skipti. Hvað gerðist svo? Liðið náði árangri og hvað svo? Þá ætlar Ribery að skrifa undir 5 ára samning!

Þessi rök meika engan séns.

Vissulega vildi hann fara og Johnson er enskur. En so what? Við þurfum EKKI bakvörð. Okkur vantaði menn framar á völlinn. Benitez gat alveg notað peninginn sem hann eyddi í Johnson í þarfari stöðu.

Babel, Voronin, Kuyt! Hahaha... Kuyt er orðinn "kantmaður" / vinnudýr hjá Benitez. Voronin getur ekkert. Babel, hann er einnig látinn spila á kanti. En hefði samt ekki verið betra að hafa öllu sterkari leikmann til að bakka Torres upp? En kantmenn, Voronin og N´Gog? Það sér blindur maður.

Veit vel að liðið hefur þurft að selja til að kaupa undanfarin ár. Enda tók ég það fram. EN þennan pening sem eytt var í Johnson (góður leikmaður - en við þurftum EKKI bakvörð) og AA hefði átt að nota í annað. Það var tæpum 40 milljónum eytt í þá sama hvað menn segja (auðvitað kom sá peningur frá sölum - en 40 milljónir tæpar fóru samt í þessa tvo menn. Ég hefði viljað sá þær fara í stöður sem voru ekki nægilega sterkar og þurfti að auka breidd í).

kær kveðja

Matti - 04/06/10 12:57 #

Ok við erum greinilega með strangtrúarmann Benitez hérna.

Æi slepptu svona rugli, þú hefur ekki efni á því. Ég hef svarað málefnalega og með staðreyndum.

Liverpool hefur ekki efni á að láta menn klára samninginn sinn og fara án greiðslu. Þar að auki fengum við betri leikmann í stöðuna. Sá leikmaður var að stærstum hluta borgaður með því að gera upp skuld (þannig að ekki var lagt út fé fyrir allri upphæðinni sem hann kostaði). Sú skuld hefði að öllum líkindum ekki verið greidd þar sem Portsmout á í verulegum fjárhagsvandræðum.

Það var tæpum 40 milljónum eytt í þá sama hvað menn segja

Þetta er einfaldlega rangt. Þú þarft að gera þér grein fyrir að það sem við fengum fyrir leikmenn kom allt beint inn á reikninga félagsins, en það sem við greiddum fyrir leikmenn var ekki út af reikningum félagsins. Þannig greiddi Liverpool ekki nema 5 milljónir út fyrir Aqualani og ekki nema um 7 milljónir fyrir Glen Johnson. Þetta eru staðreyndir málsins. Restin af fénu fór í að greiða vexti.

LIVERPOOL HAFÐI EKKI 40 MILLJÓNIR TIL AÐ EYÐA Í LEIKMENN.

Í alvöru talað, þú getur verið með stæla og dólgshátt en þú hefur einfaldlega rangt fyrir þér í þessu máli.

Örn - 04/06/10 13:06 #

Matti, þú ert að rökræða við svona mann. Stefán fer hring eftir hring með 40 milljónirnar sínar.

-DJ- - 04/06/10 16:05 #

Já, glæsilegt uppbyggingarstarf :)

Klúbbur eins og Liverpool á auðvitað ekki að sætta sig við að enda rétt fyrir ofan miðja deild. Það er bara viðurkenning á því að meðalmennska sé í fínu lagi.

Ég skil ekki í hverju þetta uppbyggingarstarf felst, að kaupa og selja þúsundir leikmanna á hverju ári?

Spurningin er auðvitað hvort það taki eitthvað skárra við núna.

Matti - 04/06/10 16:47 #

Með uppbyggingarstarfi er ég að vísa í unglingaliðin og þessháttar. Benítes hefur gjörbylt því starfi, réð meðal annars þangað inn menn sem unnu við unglingastarf Barcelona.

Þarsíðasta tímabil endaði Liverpool í öðru sæti með flest stig sem lið í öðru sæti hefur fengið. Þetta er nokkurn vegin sama lið og drullaði upp á bak í ár.

Stjórinn hefur ekki fengið að eyða aukakrónu í leikmann síðustu tvö ár.

Auðvitað hefur Benítes þurft að kaupa og selja marga leikmenn, hann hefur nefnilega ekki fengið að stækka hópinn - hann hefur þurft að selja til að geta keypt.

-DJ- - 04/06/10 17:47 #

Já en hann hefur samt alltaf verið á byrjunarreit einhvern veginn. Á hverju sumri er alltaf eins og að hann hafi verið að taka við liðinu og þurfi að hreinsa eftir einhvern annan. Ég meina, hann er að selja leikmenn sem hann keypti sjálfur fyrir ári eða tveimur.

Þetta er kannski ekki allt á hans ábyrgð, eins og t.d. þetta ótrúlega rugl með Keane, en það er ekki hægt að segja að á þessum bæ sé vel farið með fé.

Ég er náttúrulega ekki Liverpool maður sjálfur, en ég get ekki séð að það hafi verið valkostur að hafa þennan mann í brúnni áfram, burtséð frá eigendavanda liðsins.

Matti - 04/06/10 18:31 #

Ég meina, hann er að selja leikmenn sem hann keypti sjálfur fyrir ári eða tveimur.

Það finnst mér einn af hans helstu kostum. Benítez hikar ekki við að selja leikmenn ef honum finnst þeir ekki vera að skila sínu.

Ég er Liverpool maður og hef lesið allt sem hægt er að lesa um þetta lið undanfarið. Það eru hrikaleg mistök að láta Benítez fara.

Stefán - 04/06/10 18:52 #

Hmmm hefur Liverpool ekki efni á að láta leikmenn klára samninga sína og fara án greiðslu.

Arbeloa var seldur á 3,5 milljónir. Johnson var keyptur á 17,5 milljónir. (Tölur kop.is)

Hefði virkilega ekki verið hægt að sleppa kaupunum á Johnson. Láta Arbeloa klára samninginn (missa þessar 3,5 milljónir í sölu). Og nota þá það sem eftir stendur? Það eru heilar 14 milljónir... Það er ÞETTA sem ég er að tala um.

Halda bakverði... En samt hafa 14 milljónir til að kaupa í þær stöður sem þurfti. Þetta kallast forgangsröðun.

Svo minni ég á þessi orð mín áður en menn fara að setja mér orð í munn. "Það var tæpum 40 milljónum eytt í þá sama hvað menn segja (auðvitað kom sá peningur frá sölum - en 40 milljónir tæpar fóru samt í þessa tvo menn."

Matti - 04/06/10 18:55 #

Ertu ekki læs? Ég er búinn að svara þessu ítarlega.

Halda bakverði... En samt hafa 14 milljónir til að kaupa í þær stöður sem þurfti. Þetta kallast forgangsröðun.

Staðreyndin er að Liverpool klúbburinn eyddi ekki 14 milljónum þegar skipt var um hægri bakvörð.

Ég nenni ekki að endurtaka þetta sífellt, lestu athugasemdir mínar betur. Ég hef einungis sett fram sannarlegar staðreyndir en þú heldur áfram og endurtekur vitleysuna. Ég botna nákvæmlega ekkert í þér.

Stefán - 04/06/10 19:02 #

Hahaha jú þessar 14 milljónir fóru víst út. Vissulega komu þær til baka með öðrum sölum...

Þú hlýtur að geta tekið undir að það hefði verið hægt að kaupa e-n leikmann á 14 milljónir.

Í stað þess að kaupa einn á 17,5 og selja einn á 3,5????

Eða hvað? Hefði það ekki verið hægt?

Í báðum reiknidæmum fara 14 milljónir út (OG JÁ ég veit að þær komu inn með sölum en fóru samt út).

Matti - 04/06/10 19:05 #

Portsmouth skuldaði Liverpool pening fyrir Crouch. Ég hef margnefnt það. Lestu það sem ég skrifa.

Sá peningur hefði aldrei farið í kaup á öðrum leikmönnum því hann var ekki í sjóðum Liverpool.

Þetta er ekki einu sinni flókið.

Stefán - 04/06/10 19:25 #

17,5 - 3,5 = 14 14 - 0 + 0 = 14

Erum við ósammála um það?

Matti - 04/06/10 20:24 #

Nei, því þú lest ekki. Liverpool átti engar 14 milljónir til að eyða hægri bakvörð.

Örn - 04/06/10 20:46 #

Þetta er að verða drepfyndið. Ég er búinn að fatta þetta, hrunið er allt Stefáni að kenna. Hann var bókfærslukennari á útrásartímanum.

Þetta er eins og að kenna bjána að nota "remote desktop", hann heldur alltaf að hann sé að vinna á sinni eigin tölvu. Sumt fólk getur ekki hugsað "abstract".

Kristinn - 04/06/10 21:02 #

En gefum okkur í augnablik að rök Stefáns með 14 milljónirnar séu rétt.

Og gefum okkur einnig að Glen Johnson sé betri Alvaro Arbeloa (hann hefur ekki þrætt fyrir það).

Það sem Rafa átti semsagt að gera var að nota Arbeloa í eitt tímabil í viðbót (þrátt fyrir að hann gæti keypt betri mann).

Og kaupa annan bakvörð sumarið eftir þegar Arbeloa væri farinn fyrir 14 milljónir?

Sá bakvörður væri væntanlega lélegri en Glen Johnson þar sem hann væri 3,5 milljónum ódýrari...

Matti - 04/06/10 21:05 #

Við þetta má bæta að það er orðið enn dýrmætara að hafa topp enska leikmenn þar sem nýjar reglur FIFA (eða var það UEFA) taka bráðum gildi og þá skiptir máli að hafa sem flesta enska leikmenn.

Baddi - 04/06/10 21:06 #

Svakalega er þessi Stefán tregur á tölum.

Haukur H. Þórsson - 04/06/10 23:28 #

Stefán, kannski að þú skiljir dæmið sé það svona sett upp.

Þú átt 10 þús. króna inneign í Ikea. Þú átt ekki krónu sjálfur. Þú ætlar að kaupa skáp. Þú færð skáp á 10 þús. krónur í Ikea. ENGINN peningur streymdi útaf reikningnum þínum, því hann var jú tómur. Þú fékkst samt skápinn á 10þús krónur.

Liverpool átti í raun inneign hjá Portsmouth sem gekk langleiðina uppí kaupverðið á G. Johnson. Skiljú? Ef ekki, þá bara get ég ekki hjálpað þér.

Arnaldur - 05/06/10 00:35 #

Sæll Matti,

sammála þér með eigendamálin. Hins vegar sé ég ekkert eftir Benítez. Hrífst einfaldlega ekki að hans nálgun á knattspyrnu.

Erfitt að rökræða þá upplifun sérstaklega, en honum tókst að tefla fram 4 bakvörðum í byrjunarliði í leik í vetur, hafði N'Gog, Voronin og Kuyt sem backup strikera og Lucas og Mascherano ítrekað saman á miðjunni. Það var of mikið af því góða fyrir minn smekk, ég hefði ekki afborið annað ár af sambærilegum leiðindum :)

Matti - 05/06/10 11:44 #

Já, ég veit að þú ert ekki aðdáandi leikstíls hans :-)

Var ekki einhver ástæða fyrir því að fjórir bakverðir spiluðu einhvern leik í vetur - meiðsli og eitthvað þessháttar? Mig minnir það.

Mér hefur ekki leiðst jafn mikið og þér að fylgjast með Liverpool síðustu ár - þó síðasti vetur hafi reyndar verið annus horribilis.

Matti - 18/10/10 12:55 #

Ég var búinn að segja ykkur þetta!