Örvitinn

Ísland í góðum hópi

Hvað ætli Ísland eigi sameiginlegt með þessum löndum? Smellið á myndina til að sjá hana stóra.

Jú, í öllum þessum löndum er opinber trú, þ.e.a.s. ríkið hefur valið ein trúarbrögð fyrir þegnana. Þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin eru annars flokks þegnar.

Flóknara er málið ekki. Við ættum kannski að bæta í Inspired by Iceland auglýsingarnar að hér sé næstum því trúfrelsi.

Þegar biskup eða hans klíka reyna að halda því fram að ekki sé hægt að aðskilja ríki og kirkju "algjörlega" eru þeir einfaldlega að tefja og snúa út úr. Ekki taka mark á því sem þau segja, þau eru bara að hugsa um peninga. Ógeðslega mikla peninga.

kristni pólitík
Athugasemdir

Nonni - 07/06/10 15:23 #

"Þau lönd sem við berum okkur saman við" öll með ríkiskirkju, nema klámhundarnir í Svíþjóð.

Þetta er tapað mál hjá okkur heiðingjunum :-P

Hvað þýða gráu svæðin annars?

Matti - 07/06/10 15:29 #

Ég gleymdi alveg að vísa á upprunalegu myndina. Þetta er tekið héðan.

  • Blá - Secular states
  • Rauð - States with state religions
  • Grá - Ambiguous or without data

Daníel - 07/06/10 20:50 #

Auðvitað er trúfrelsi á Íslandi, þvílíkt bull að það sé ekki.

Hinsvegar er rikið með tengsl við eina kirkjudeild, sem í eru um 80% landsmanna. Aðrir fá að vera í friði með sitt, og ekki er fylgst með því hvernig fólk er að iðka sína trú.

Ég hef ferðast mikið í Mið-Austurlöndum, og þar er annað uppi á borðinu, líklega væri búið að refsa ykkur fyrir að efast opinberlega um að guð sé til.

Smá tengingu við raunveruleikann takk

Matti - 07/06/10 20:55 #

Það er næstum því trúfrelsi á Íslandi.

Aðrir fá að vera í friði með sitt,

Nei.

ekki er fylgst með því hvernig fólk er að iðka sína trú.

Tja, ríkið heldur skrá yfir það.

Smá tengingu við raunveruleikann takk

Akkúrat. Fullkomið jafnrétti og engin tengsl hins opinbera við trúarbrögð.

Haukur - 07/06/10 23:26 #

Það er nú samt eitthvert sannleikskorn í þessu hjá Karlinum - þótt engin sé þjóðkirkjan getur afstaða hins opinbera til trúarbragða verið ærið ólík. Til dæmis er það mjög mismunandi hvernig ríkið tengist trúarbrögðum í Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Kína þótt þau séu öll blálituð á myndinni. Yfirleitt finnst mér Vantrúarmenn hljóma eins og þeir vilji svipaða tilhögun og í Frakklandi (laïcité). Þjóðkirkjumenn sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju sjá gjarnan fyrir sér að farin verði svipuð leið og í Svíþjóð. Höfum í huga að í Svíþjóð eru í gildi Lög um Sænsku kirkjuna sem mæla fyrir um hitt og þetta.

Sem sagt, það eru alls konar grá svæði og alls konar mismunandi módel sem koma til greina. En þetta er hálfgerður útúrsnúningur því að auðvitað er hægt að aðskilja ríki og kirkju meira en nú er gert á Íslandi.

Baldvin - 08/06/10 09:16 #

Auðvitað er þetta útúrsnúningur. Hann er að reyna að drepa umræðunni á dreif með að nota fáránlegan strámann. "Vegna þess að ekki er hægt að koma á algerum aðskilnaði ríkisins og trúaðra í samfélaginu þá er engin leið að skilja ríkisstofnunina sem ég stýri frá ríkinu." Þetta er álika fáránlegt og að einkavæðingu ríkisfyrirtækja almennt væri mótmælt með því að það væri ekki hægt vegna þess að Íslendingar kæmu til með að versla við þau eftir sem áður. Og þar með væru þau hvort sem er áfram ríkisfyrirtæki.

Málið er bara að það er enginn að biðja um algera hugmyndafræðilegan aðskilnað, heldur pólitískan og fjárhagslegan.

En trúvarnarmenn eru svosem ekki óvanir svona hugarleikfimi. hver kannast tildæmis ekki við eitthvað afbrigði af: "Vegna þess að ekki er hægt að sanna að Guð sé ekki til þá hlýtur hann að vera til og vera nákvæmlega eins og mín trúarbrögð ímynda sér hann"?

Daníel - 08/06/10 09:58 #

Matti, hvaða trúflokkur fær ekki að vera í friði með sína trú á íslandi? Ef þú ert að tala um lóð fyrir Mosku, þá gætu þessir góðu Múslimar á íslandi bara sótt um annarsstaðar en í Reykjavík!!!

Hefur þú fréttir af því að einhver hafi orðið fyrir aðkasti frá OPINBERUM aðilum vegna trúar sinnar, raunverulegum afskiptum? Ekki einu sinni kirkjan sjálf er að skipta sér af fólki.

Málið er að á Íslandi er flestum sama, nema nokkrum nötturum, en þeir eru ekki tengdir ríkinu og verða alltaf til, allstaðara (Jón Valur t.d.)

Matti - 08/06/10 10:50 #

Matti, hvaða trúflokkur fær ekki að vera í friði með sína trú á íslandi?

Allir sem ekki eru kristnir fá ekki að vera í friði fyrir trúboðum ríkiskirkjunnar sem stunda meðal annars kristniboð í leik- og grunnskólum landsins. Auk þess fær þetta kristna ríkistrúfélag mikið pláss í ríkisútvarpi allra landsmanna.

Ekki einu sinni kirkjan sjálf er að skipta sér af fólki.

Tja, ég kalla það afskipti þegar hún stundar kristniboð í leik- og grunnskólum. Ég kalla það afskipti þegar kirkjan skiptir sér af lögum um hjónaband. Ég kalla það afskipti þegar kirkjan er með starfsmenn á spítulum sem koma óumbeðnir til fólks á sjúkrabeði. Ég kalla það afskipti þegar prestur mætir fólki sem hefur orðið fyrir áfalli án þess að fólk hafi beðið um prest. Ég kalla það afskipti þegar Alþingi hefst með messu. Ég kalla það afskipti þegar ekki er hægt að setja lög um leik- og grunnskóla án þess að kirkjan tryllist þegar stungið er upp á að vísun í kristni sé tekin út.

Ég kalla það afskipti.

Málið er að á Íslandi er flestum sama, nema ríkiskirkjunni sem fær ógeðslega mikið af peningum á hverju ári.

Ég veit ekki um marga sem eru meiri "nöttarar" en biskup ríkiskirkjunnar og margir hans kollega. Jón Valur hefur t.d. aldrei boðað kristna trú í leikskóla dætra minna - þó ég viti að hann styðji slíkt.

Baldvin - 08/06/10 10:50 #

Daniel, hefur umræða um trúboð í skólum landsins alveg farið framhjá þér?

Hvað með þá staðreynd að þeir sem ekki eru í trúfélagi þurfa samt að borga félagsgjöld, nema hvað þau renna í ríkissjóð?

Hvað með þá staðreynd að opinberir embættismenn(prestar ríkiskirkjunnar eru jú ekki bara ríkisstarfsmenn heldur embættismenn) halda úti áróðri fyrir kristni og gegn öðrum trúarskoðunum, og þá sérstaklega trúleysi? Það er meira að segja frekar algengt að trúleysingjar verði fyrir grófum aðdróttunum og ærumeiðingum frá embættismönnum við embættisstörf.

Matti - 08/06/10 10:52 #

Það er meira að segja frekar algengt að trúleysingjar verði fyrir grófum aðdróttunum og ærumeiðingum frá embættismönnum við embættisstörf.

Hér er nýlegt dæmi.

Daníel - 08/06/10 13:34 #

Sælir félagar,

þar sem að öllum trúfélögum stendur til boða, og Siðmennt og Vantrú, að koma í skólana og ræða við nemendur, þá er ekki hægt að pirrast út í kirkjuna að þeir notfæri sér þetta. Afhverju biður Vantrú ekki um að fá að "messa" yfir leikskólabörnum? Ég er viss um að ykkur yrði hleypt inn einhversstaðar..... ;)

Þótt að embættismenn brjóti lög og reglur eða hreinlega hagi sér eins og fífl almennt ,þá er ekki hægt að segja að það séu afskipti ríkisins eða kerfisins per se af trúariðkun. Það eru allsstaðar fífl, kannski mögulega líka innan Vantrúar.

Baldvin - 08/06/10 14:11 #

Stendur öllum trúfélögum til boða að messa yfir nemendum, já? Stendur öllum trúfélögum til boða að vera með skólapresta á fullum launum undir "vinaleiðinni*" svokölluðu? Stendur öllum trúfélögum til boða að starfsmenn þeirra semji allt kennsluefni grunnskóla í trúarbragðafræðslu?

Nei, það er nú ekki alveg svo. Raunar er sérstaklega tekið fram í lögum um grinnskóla að skólarnir séu menntastofnanir en ekki trúboðsstofnanir. Afskipti ríkiskirkjunnar eru í raun bönnuð, en samt err litið framhjá því í allt of mörgum tilfellum.

Auðvitað á allt trúarstarf að vera fyrir utan skólana og trúarbragðafræðsla á að vera fagleg og ekki með áróðursritum í stað kennslubóka, eins og nú er. Fólk getur svo farið með börnin í barnastarf síns trúfélags ef það svo kýs.

Arnar - 08/06/10 14:37 #

Daníel, hvernig myndir þú bregðast við ef félag Múslima á Íslandi færi fram á að eiga 'kyrðar og friðarstund' með börnum í öllum leikskólum landsins svona einu sinni í viku. Þar sem væri td. lesin upp kver úr kóraninum og sungnir íslamskir trúarsöngvar.

Baldvin - 08/06/10 14:45 #

Og varðandi það að hegðun embættismanna endurspegli ekki aftsöðu stofnunarinnar eða ríkisins þá er það einfaldlega rangt.

Embættismaður í opinberum erindagjörðum, við embættisverk, er andlit og erindreki ríkisins.

Eins og staðan er núna á þetta við um presta ríkiskirkjunnar í messu.

Og þegar þessir embættismenn halda því fram í opinberu starfi sínu að trúleysingjar séu ófærir um að elska náungann, eða að trúleysi ógni mannlegu samfélagi, eða líkja trúleysingjum við Hitlersæskuna þá gera þeir það sem embættismenn og erindrekar ríkisins. Þetta eru allt nýleg dæmi, svo þú vitir það.

Væri svona hegðun látin óátalin meðal annarra embættismanna? Myndi maður í annarri stétt embættismanna halda stöðu sinni þrátt fyrir að hafa verið fundinn sekur um siðferðis- og lögbrot í starfi?