Örvitinn

Nikkor 28-200mm f/3.5-5.6D IF

Afhenti tvo reikninga í dag. Kom við í Fótoval í bakaleiðinni og spanderaði allri upphæðinni í notaða linsu. Vona bara að reikningarnir verði greiddir!

Keypti 28-200 Nikkor linsu, svokallaða göngulinsu því maður smellir henni á vélina og röltir um eins og túristi. Eins og er þarf ég að nota þrjár linsur fyrir þetta svið, 20-35, 35-70 og 80-200. Þær eru allar með F/2.8 ljósop og þungar eftir því meðan þessi er F/3.5-5.6, úr plasti og fislétt, það munar alveg um það. Um miðjan dag ætti að vera í lagi að skella þessari linsu á F/8. Fín myndgæði og ég get létt bakpokann um nokkur kíló.

myndavélar og aukahlutir