Örvitinn

Jafnrétti trúfélaga

..."jafnrétti trúfélaga [er] ekki markmið þar sem stærðarmunur er slíkur sem raun ber vitni #

Séra Skúli Ólafsson sóknarprestur ríkiskirkjunnar í Keflavíkurkirkju tjáir sig um aðskilnað ríkis og kirkju.

Ég hef alltaf jafn gaman að hugmyndum ríkiskirkjumanna um jafnrétti. Eigum við að heimfæra þetta á jafnrétti milli hópa í löndum með minnihluta- og meirihlutahópa. Ég held að svertingjar hafi verið um 10% bandaríkjamanna þegar jafnréttisbarátta þeirra stóð hvað hæst. Þar var stærðarmunur á hópum slíkur að Skúla þætti jafnrétti eflaust ekki markmið í sjálfu sér.

kristni pólitík
Athugasemdir

Skúli - 18/06/10 08:37 #

Þegar ég tala um að jafnrétti trúarhópa sé ekki markmið á ég við að eðlilegt er að horfa til þeirrar sérstöðu sem stærð og saga þjóðkirkjunnar skapar henni. Þetta birtist í viðameira hlutverki þjóðkirkjunnar í hinu opinbera rými, sem á sér jú hliðstæður í nágrannalöndum okkar. Þar er t.a.m. þjóðhöfðinginn æðsti yfirmaður kirkjunnar. Einnig er viðurkenndur réttur kirknanna til þeirra eigna sem þeim hefur áskotnast í gegnum aldirnar. Annað væri fráleitt og myndi í raun skapa fordæmi sem setti allt á annan endann í samfélaginu. Kommentið þitt við greinina á trú.is er hálf undarlegt!

Trúfrelsi er aftur á móti réttur sem kemur með stjórnarskránni 1874 og á auðvitað miklu meira sammerkt með grundvallarréttindum minnihlutahópa. Samlíkingin þín er því svolítið grilluð. :)

Matti - 18/06/10 14:06 #

Einnig er viðurkenndur réttur kirknanna til þeirra eigna sem þeim hefur áskotnast í gegnum aldirnar. Annað væri fráleitt og myndi í raun skapa fordæmi sem setti allt á annan endann í samfélaginu.

Hvernig komst Þjóðkirkjan yfir eignir í "gegnum aldirnar"? Það er nokkuð ljóst að "skuld" ríkisins við Þjóðkirkjuna er gríðarlega ósanngjörn og eins og við vitum styður íslenska Þjóðkirkjan ekki ósanngjarnar skuldir þjóða - eða hvað?

Eins og þú bendir óbeint á ríkti ekki trúfrelsi hér á landi á þeim tíma sem kirkjan komst yfir eigur sínar. Finnst þér eðlilegt að útrásarvíkingar haldi þeim eigum sem þeir hafa sankað að sér undanfarin ár? Finnst þér eðlilegt að ríkiskirkjan haldi þeim eignum sem hún sankaði að sér meðan ekki ríkti trúfrelsi hér á landi? Finnst þér það vera "jafnrétti"?

Komment mitt á trú.is klúðraðist og ég nennti ekki að setja inn nýtt.

Gylfi Freyr - 19/06/10 21:17 #

Veit að ég kem hérna inn með svolitla útúrdúra en VÁ hefur þú dottið inn á þetta blogg:

http://kvak.blog.is/blog/kvak/

Smellti óvart á þetta frá moggasíðunni og andlitið datt af mér. Veistu nokkuð hver er á bak við þetta?

Matti - 19/06/10 21:20 #

Hef ekki hugmynd en þetta hlýtur að vera einhver grínari.