Örvitinn

Bakkaselið lagað

Ég er óskaplega ánægður með að framkvæmdir eru loks komnar í gang í Bakkaselinu. Þetta hefði náttúrulega átt að gerast fyrir langa löngu. Nú eru Múrlínumenn að brjóta og bramla daginn út og inn.

Kostar hellings pening en það hjálpar að virðisaukaskattur af vinnu við viðhald húsnæðis fæst endurgreiddur. Svo erum við líka búin að safna fyrir þessu, erum ein af þessum skelfilegu fjármagnseigendum. Hefðum náttúrulega átt að taka erlent lán og kaupa okkur tíu milljón króna bíl eins og margir í okkar tekjuhópi! ( Ég er ekkert bitur :-) )

Ýmislegt
Athugasemdir

Sindri G - 23/06/10 14:12 #

Ég vildi líka að ég hefði tekið ólöglegt erlent lán.